Viðskipti innlent

Tæpur þriðjungur skuldar ekkert í íbúðum sínum

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Um 28 prósent af fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram neinar skuldir vegna húsnæðis.
Um 28 prósent af fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram neinar skuldir vegna húsnæðis. Mynd/Vilhelm
Um 26 þúsund fjölskyldur, af þeim 94 þúsund sem eiga íbúðarhúsnæði, skulda ekkert í íbúðum sínum. Þetta kemur fram í greinagerð fjármálaráðuneytisins um álagningu á einstaklinga 2013.

Í heildina nemur eigið fé heimila í fasteign sinni tæplega 57 prósentum af verðmæti þeirra samanborið við 55 prósent árið áður.

Heildareign heimila að frádregnum skuldum jókst um rúm 12 prósent á árinu 2012. Hins vegar hafa skuldir heimilanna aukist um 1,5 prósent, en árið 2011 drógust skuldirnar saman um rúmlega 6 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×