Tekjur Marel hf. lækkuðu um 4,3 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra.
Tekjurnar í ár námu 178,4 milljónum evra, sem samsvarar um 28,5 milljörðum króna. Rekstrarhagnaðurinn nam því sem svarar um tveimur milljörðum króna.
„Afkoma Marel á fyrri helmingi ársins 2013 endurspeglar krefjandi markaðsaðstæður og áframhaldandi töf á fjárfestingu á helstu mörkuðum félagsins,“ segir í tilkynningu félagsins. „Marel gerir ráð fyrir að viðsnúningur á mörkuðum verði á næsta ári í stað seinni hluta þessa árs og gerir ráð fyrir hóflegri lækkun tekna fyrir árið í heild.“
Marel býst við viðsnúningi á markaði
Garðar Örn Úlfarsson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent



Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944
Samstarf


Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn
Viðskipti erlent




Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar
Viðskipti innlent