Viðskipti innlent

EVE Online spilarar gefa fé til hjálparstarfs á Filippseyjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Í gær var búið að safna yfir 10.000 bandaríkjadölum, eða rúmlega 1,2 milljónum króna, á innan við sólarhring til hjálparstafs í Filippseyjum. Spilarar leiksins geta gefið áskriftardaga, eða PLEX, í leiknum til söfnunarinnar.

Sagt er frá þessu á vefnum Wired. Hægt er að kaupa PLEX með hefðbundnum hætti í gegnum CCP eða í leiknum með þeim gjaldmiðli sem notaður er innan hans.

„Þrátt fyrir að EVE samfélagið standi í mikilli baráttu í New Eden, er það ekkert leyndarmál að þegar kemur að því að standa að baki góðgerðarmálum með CCP standa leikjaspilarar okkar alltaf saman sem stórkostlegt afl til góðs,“ segir Paul Elsy frá CCP . „Þetta er fimmta PLEX söfnunin okkar og á innan við 24 tímum höfum við safnað yfir 10.000 dollurum.

Söfnunin mun standa yfir til 7. desember og fyrir hvert PLEX sem leikmenn gefa mun CCP gefa 15 dali, tæpar 2000 krónur, til Rauða Krossins á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×