Handbolti

Hannes hetja Eisenach | Ólafur Bjarki í miklu stuði

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson var hetja Eisenach í kvöld er hann skoraði sigurmarkið í dramatískum 28-27 sigri liðsins á Leipzig. Hannes er nýbyrjaður að spila á nýjan leik eftir krabbameinsmeðferð.

Hannes skoraði sigurmarkið 39 sekúndum fyrir leikslok. Hann skoraði alls þrjú mörk í leiknum. Eisenach er í þriðja sæti þýsku B-deildarinnar en Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson þjálfar liðið.

Íslendingaliðið Emsdetten er sem fyrr á toppi deildarinnar. Liðið lagði HG Saarlouis, 28-23, í kvöld.

Ólafur Bjarki Ragnarsson fór mikinn í liði Emsdetten í kvöld og var markahæstur með sex mörk. Ernir Hrafn Arnarson skoraði eitt.

Lið Rúnars Sigtryggssonar, EHV Aue, vann svo flottan sigur á Bittenfeld, 38-35. Aue siglir lygnan sjó í tíunda sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×