Viðskipti innlent

Greiningadeildir spá óbreyttum vöxtum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun tilkynna vextina í þann 11. desember.
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun tilkynna vextina í þann 11. desember. Mynd/Pjetur
Bæði Hagdeild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun tilkynna vextina á næsta boðaða vaxtaákvörðunardegi þann 11. desember. VB greinir frá þessu.

Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að helstu rök fyrir óbreyttum vöxtum séu að verðbólga hafi þróast í takt við spá Seðlabankans. Þá hafi krónan styrkst. Óvissunni vegna skuldaniðurfærslu hafi verið eytt og boðaðar aðgerðir kalli ekki á stýrivaxtahækkun nú.

Hagsjá Landsbankans segir nýjustu tölur um þróun gengist og verðbólgu með þeim hætti að þær kalli ekki á sérstök viðbrögð peningastefnunefndarinnar. Þannig tengist helstu óvissuþættir framundan tengist niðurstöðu kjarasamninga og mögulegum verðbólguhvetjandi áhrifum niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra lána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×