Viðskipti innlent

Fitch segir skuldaniðurfellingu engin áhrif hafa á ríkissjóð

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Skuldaniðurfellingartillögur ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru um síðustu helgi, munu ekki hafa neikvæð áhrif á ríkisfjármálin (e. fiscally neutral) að mati alþjóðlega lánshæfisfyrirtækisins Fitch Ratings.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Fitch sem birtist nú undir kvöld. Þar segir að sú staðreynd að tillögurnar séu að fullu fjármagnaðar og feli ekki í sér neinar lántökur ríkissjóðs sé í samræmi við markmið um aðhald í ríkisfjármálum. Þegar fyrirtækið staðfesti lánshæfsieinkunnina BBB í október þá var það nefnt sérstaklega sem áhættuþáttur að ríkissjóður yrði skuldsettur vegna skuldaleiðréttingar, sem reyndist ekki raunin. Þá segir Fitch að skuldaleiðréttingin geti haft jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf.

Hins vegar nefnir Fitch að önnur umferð skuldaafskrifta gæti skaðað viðhorf fjárfesta gagnvart íslensku viðskiptaumhverfi og telur fyrirtækið að afnám fjármagnshafta gæti orðið torveldara ef líkur er á að erlendir kröfuhafar beri mestan kostnað að slíkum aðgerðum.Sjá yfirlýsingu Fitch vegna málsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×