ASÍ skorar á fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2013 12:02 Mynd/GVA Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, birti pistil á vef ASÍ í dag. Þar fer Gylfi hörðum orðum um auglýsingaherferð Samtaka Atvinnulífsins og kallar hana áróðurskennda. Biðlar hann til fyrirtækja og opinberra aðila að sýna launafólki að þau séu tilbúin að axla ábyrgð með því að halda aftur af verðhækkunum á næstu mánuðum. Segir hann SA hafa skautað framhjá þeirri „augljósu staðreynd“ að á Íslandi hafi veikur gjaldmiðill verið nýttur til að leiðrétta mistök í hagstjórn með því að láta hana falla reglulega með tilheyrandi tjóni fyrir launafólk í landinu. „Það er eins og SA hafi gleymt hruni krónunnar fyrir fimm árum,“ segir Gylfi. Hann segir það skipta miklu máli fyrir umræðuna að halda því til haga að ef fyrirtækin í landinu hefðu fylgt markmiðum kjarasamninga síðasta áratugar hefði þróunin vafalaust orðið önnur. „Ef atvinnurekendur beygðu sig undir aga þeirra kjarasamninga sem þeir gera þá er öruggt að verðbólga af völdum launahækkana, sem þeir básúna svo mjög, yrði sáralítil. Gott dæmi um þetta er að almenn launahækkun á þessu ári var 3,25% í febrúar en launavísitalan hefur hækkað um 6% sl. 12 mánuði.“ Gylfi segir að í aðdraganda komandi kjarasamninga hafi mikið verið rætt um mikilvægi þess að fyrirbyggja áframhaldandi háa verðbólgu. „Í því samhengi er ekki síður mikilvægt að fyrirtæki og opinberir aðilar sýni launafólki að þau séu sjálf tilbúin til að axla ábyrgð á slíkri leið með því að halda aftur af verðhækkunum á næstu mánuðum. Þannig má tryggja stöðugleika og kaupmáttaraukningu á lægra stigi launabreytinga sem gagnast öllum.“ Segir hann Reykjavíkurborg hafa gengið á undan með góðu fordæmi eftir að verkalýðsfélögin í höfuðborginni hafi mótmælt boðuðum breytingum og afturkallað boðaðar gjaldskrárhækkanir. „Nú hafa fleiri sveitarfélög fylgt í kjölfarið m.a. eftir hvatningar frá aðildarfélögum ASÍ.“ Ennfremur segir Gylfi það hafa vakið furðu að fjármálaráðherra skyldi neita að endurskoða boðaðar hækkanir í fjárlögum, sem sjálfur hafi skorað á Reykjavíkurborg. Gylfi segir þá þögn sem ríki um áform forsvarsmanna fyrirtækjanna í landinu sé farin að vera mjög hávaðasöm. „Það er mín skoðun að mjög mikilvægt sé að fá þessa aðila að borðinu með beinum hætti. Því áformar ASÍ að skora á fyrirtæki og opinbera aðila að sýna þessu verkefni samstöðu og undirrita yfirlýsingu um þátttöku sína í átaki um verðstöðugleika.“ „Yfirlýsingarnar yrðu svo birtar inn á síðunni www.vertuaverdi.is. Þannig gætu þau með áberandi hætti sýnt hverjir axla ábyrgð og hverjir ekki.“ Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, birti pistil á vef ASÍ í dag. Þar fer Gylfi hörðum orðum um auglýsingaherferð Samtaka Atvinnulífsins og kallar hana áróðurskennda. Biðlar hann til fyrirtækja og opinberra aðila að sýna launafólki að þau séu tilbúin að axla ábyrgð með því að halda aftur af verðhækkunum á næstu mánuðum. Segir hann SA hafa skautað framhjá þeirri „augljósu staðreynd“ að á Íslandi hafi veikur gjaldmiðill verið nýttur til að leiðrétta mistök í hagstjórn með því að láta hana falla reglulega með tilheyrandi tjóni fyrir launafólk í landinu. „Það er eins og SA hafi gleymt hruni krónunnar fyrir fimm árum,“ segir Gylfi. Hann segir það skipta miklu máli fyrir umræðuna að halda því til haga að ef fyrirtækin í landinu hefðu fylgt markmiðum kjarasamninga síðasta áratugar hefði þróunin vafalaust orðið önnur. „Ef atvinnurekendur beygðu sig undir aga þeirra kjarasamninga sem þeir gera þá er öruggt að verðbólga af völdum launahækkana, sem þeir básúna svo mjög, yrði sáralítil. Gott dæmi um þetta er að almenn launahækkun á þessu ári var 3,25% í febrúar en launavísitalan hefur hækkað um 6% sl. 12 mánuði.“ Gylfi segir að í aðdraganda komandi kjarasamninga hafi mikið verið rætt um mikilvægi þess að fyrirbyggja áframhaldandi háa verðbólgu. „Í því samhengi er ekki síður mikilvægt að fyrirtæki og opinberir aðilar sýni launafólki að þau séu sjálf tilbúin til að axla ábyrgð á slíkri leið með því að halda aftur af verðhækkunum á næstu mánuðum. Þannig má tryggja stöðugleika og kaupmáttaraukningu á lægra stigi launabreytinga sem gagnast öllum.“ Segir hann Reykjavíkurborg hafa gengið á undan með góðu fordæmi eftir að verkalýðsfélögin í höfuðborginni hafi mótmælt boðuðum breytingum og afturkallað boðaðar gjaldskrárhækkanir. „Nú hafa fleiri sveitarfélög fylgt í kjölfarið m.a. eftir hvatningar frá aðildarfélögum ASÍ.“ Ennfremur segir Gylfi það hafa vakið furðu að fjármálaráðherra skyldi neita að endurskoða boðaðar hækkanir í fjárlögum, sem sjálfur hafi skorað á Reykjavíkurborg. Gylfi segir þá þögn sem ríki um áform forsvarsmanna fyrirtækjanna í landinu sé farin að vera mjög hávaðasöm. „Það er mín skoðun að mjög mikilvægt sé að fá þessa aðila að borðinu með beinum hætti. Því áformar ASÍ að skora á fyrirtæki og opinbera aðila að sýna þessu verkefni samstöðu og undirrita yfirlýsingu um þátttöku sína í átaki um verðstöðugleika.“ „Yfirlýsingarnar yrðu svo birtar inn á síðunni www.vertuaverdi.is. Þannig gætu þau með áberandi hætti sýnt hverjir axla ábyrgð og hverjir ekki.“
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira