Hagvöxtur mældist á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi, en áður hafði þar verið samfelldur samdráttur í hálft annað ár. BBC segir frá þessu.
Landsframleiðsla í löndunum sautján óx um 0,3% milli fjórðunga, sem er eilítið umfram væntingar.
Vöxturinn var almennt viðbúinn eftir að þýska hagkerfið óx um 0,7% milli fjórðunga, en 0,5% vöxtur í Frakklandi var umfram væntingar.
Hagvöxtur á evrusvæði í fyrsta sinn í 18 mánuði
