Fimm fjölmiðlar af sjö reknir með tapi Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. október 2013 07:00 Eitt merki um að rekstur standi ekki undir sér er ef handbært fé frá rekstri er neikvætt. Þannig var á síðasta ári komið fyrir DV og Skjárinn stóð mjög tæpt hvað þetta varðar. Þar var handbært fé í lok árs 22 þúsund krónur. Fréttablaðið/Petur Einungis tvö af sjö fjölmiðlafyrirtækjum sem skilað hafa ársreikningi skiluðu hagnaði á síðasta ári. Samstæða 365, sem meðal annars á Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjuna, skilaði langmestum hagnaði 305 milljónum króna. Þá skilaði Myllusetur, sem rekur Viðskiptablaðið, tæplega 5,6 milljóna króna hagnaði. Samanlagt tap hinna, Árvakurs/Morgunblaðsins, Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV), Skjásins, DV og Morgundags/Fréttatímans er 367,8 milljónir króna árið 2012. Langmest er tap Skjásins upp á tæpar 165 milljónir króna. Næstmest er tapið svo hjá RÚV 85,4 milljónir og svo er DV í þriðja sæti með 65,2 milljóna króna tap. Raunar er sérstaða Skjásins og DV nokkur í þessum samanburði því þau eru einu fyrirtækin sem í lok síðasta rekstrarárs voru með neikvæða eiginfjárstöðu. Eigið fé Skjásins var neikvætt um 817,5 milljónir króna og DV um 15 milljónir. Þá var handbært fé DV líka neikvætt um tæplega 4,2 milljónir króna. Skjárinn átti um áramót handbærar 22 þúsund krónur. Í áritun stjórnenda Skjásins á ársreikningi segir að þrátt fyrir neikvæða eiginfjárstöðu telji stjórnendur ekki leika vafa á áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins þar sem móðurfélag þess, sem jafnframt sé stærsti lánardrottinn fyrirtækisins, muni styðja fjárhagslega við rekstur félagsins og tryggja áframhaldindi rekstur þess. „Að minnsta kosti næstu 12 mánuði.“ Í skýrslu stjórnar í ársreikningi DV 2012 er líka vísað til þess að gripið hafi verið til víðtækrar hagræðingar í rekstri, auk þess sem hlutafé hafi verið aukið um ríflega 55 milljónir króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Talan er forvitnileg í samhengi við endurmat á virði óefnislegra eigna (útgáfuréttar og hugbúnaðar) upp á 39,7 milljónir í ársreikningi DV. Án hans hefði halli á rekstri félagsins verið 54,7 milljónir króna í árslok 2012.Fáir standast lánamælistiku bankanna Þegar bankar leggja mat á lánshæfi fyrirtækja er gjarnan horft til kennitölu sem fengin er út með þvi að deila rekstrarhagnaði án afskrifta (EBITDA) í vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé. Hlutfallið gefur fjárfestum, eða lánveitendum, hugmynd um hversu langan tíma fyrirtæki væri að greiða upp skuldir sínar, án tillits til vaxta, skatta, afskrifta og rýrnunar. Af spjalli við sérfræðinga í fyrirtækjarekstri og greiningu ársreikninga má ráða að bankar telji fyrirtæki hæf til lántöku ef hlutfallið er undir 3 til 3,5 árum. í greiningu á ársreikningum íslenskra fjölmiðlamarkaði kemur í ljós að einungis eitt fyrirtæki fellur innan þess ramma, en það er Myllusetur, eigandi Viðskiptablaðsins. Þar er skulda/EBITDA -hlutfallið 2,9. Rétt við mörkin er svo 365 samstæðan með hlutfall upp á 3,7 og herma heimildir blaðsins að þar á bæ sé stefnt að því að ná hlutfallinu mjög hratt niður á þessu og allra næstu árum. Sé þessi mælistika hins vegar lögð á samstæðu Árvakurs/Morgunblaðið er hlutfallið 9,4 ár og 9,2 ár hjá RÚV. „Við hlutfall yfir 4 eða 5 fara viðvörunarbjöllur alla jafna að glymja því hlutfallið bendir til þess að fyrirtækið sé ólíklegra til að standa undir skuldabyrði sinni og þar af leiðandi síður í aðstöðu til þess að bæta við sig skuldsetningu sem þyrfti til vaxtar,“ segir í útskýringu Investopedia á hlutfallinu. Taprekstur og neikvæðar EBITDA tölur annarra miðla, svo sem DV, Skjásins og Morgundags/Fréttatímans gera að hlutfallið nýtist ekki til samanburðar hjá þeim fyrirtækjum. Vefpressan, sem meðal annars rekur vefmiðlana Pressuna og Eyjuna, hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár og er því ekki með í samanburðinum. Í árslok 2011 var hins vegar tap á rekstrinum upp á rúmar 29,8 milljónir króna og EBITDA var neikvæð um 32 milljónir. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Einungis tvö af sjö fjölmiðlafyrirtækjum sem skilað hafa ársreikningi skiluðu hagnaði á síðasta ári. Samstæða 365, sem meðal annars á Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjuna, skilaði langmestum hagnaði 305 milljónum króna. Þá skilaði Myllusetur, sem rekur Viðskiptablaðið, tæplega 5,6 milljóna króna hagnaði. Samanlagt tap hinna, Árvakurs/Morgunblaðsins, Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV), Skjásins, DV og Morgundags/Fréttatímans er 367,8 milljónir króna árið 2012. Langmest er tap Skjásins upp á tæpar 165 milljónir króna. Næstmest er tapið svo hjá RÚV 85,4 milljónir og svo er DV í þriðja sæti með 65,2 milljóna króna tap. Raunar er sérstaða Skjásins og DV nokkur í þessum samanburði því þau eru einu fyrirtækin sem í lok síðasta rekstrarárs voru með neikvæða eiginfjárstöðu. Eigið fé Skjásins var neikvætt um 817,5 milljónir króna og DV um 15 milljónir. Þá var handbært fé DV líka neikvætt um tæplega 4,2 milljónir króna. Skjárinn átti um áramót handbærar 22 þúsund krónur. Í áritun stjórnenda Skjásins á ársreikningi segir að þrátt fyrir neikvæða eiginfjárstöðu telji stjórnendur ekki leika vafa á áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins þar sem móðurfélag þess, sem jafnframt sé stærsti lánardrottinn fyrirtækisins, muni styðja fjárhagslega við rekstur félagsins og tryggja áframhaldindi rekstur þess. „Að minnsta kosti næstu 12 mánuði.“ Í skýrslu stjórnar í ársreikningi DV 2012 er líka vísað til þess að gripið hafi verið til víðtækrar hagræðingar í rekstri, auk þess sem hlutafé hafi verið aukið um ríflega 55 milljónir króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Talan er forvitnileg í samhengi við endurmat á virði óefnislegra eigna (útgáfuréttar og hugbúnaðar) upp á 39,7 milljónir í ársreikningi DV. Án hans hefði halli á rekstri félagsins verið 54,7 milljónir króna í árslok 2012.Fáir standast lánamælistiku bankanna Þegar bankar leggja mat á lánshæfi fyrirtækja er gjarnan horft til kennitölu sem fengin er út með þvi að deila rekstrarhagnaði án afskrifta (EBITDA) í vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé. Hlutfallið gefur fjárfestum, eða lánveitendum, hugmynd um hversu langan tíma fyrirtæki væri að greiða upp skuldir sínar, án tillits til vaxta, skatta, afskrifta og rýrnunar. Af spjalli við sérfræðinga í fyrirtækjarekstri og greiningu ársreikninga má ráða að bankar telji fyrirtæki hæf til lántöku ef hlutfallið er undir 3 til 3,5 árum. í greiningu á ársreikningum íslenskra fjölmiðlamarkaði kemur í ljós að einungis eitt fyrirtæki fellur innan þess ramma, en það er Myllusetur, eigandi Viðskiptablaðsins. Þar er skulda/EBITDA -hlutfallið 2,9. Rétt við mörkin er svo 365 samstæðan með hlutfall upp á 3,7 og herma heimildir blaðsins að þar á bæ sé stefnt að því að ná hlutfallinu mjög hratt niður á þessu og allra næstu árum. Sé þessi mælistika hins vegar lögð á samstæðu Árvakurs/Morgunblaðið er hlutfallið 9,4 ár og 9,2 ár hjá RÚV. „Við hlutfall yfir 4 eða 5 fara viðvörunarbjöllur alla jafna að glymja því hlutfallið bendir til þess að fyrirtækið sé ólíklegra til að standa undir skuldabyrði sinni og þar af leiðandi síður í aðstöðu til þess að bæta við sig skuldsetningu sem þyrfti til vaxtar,“ segir í útskýringu Investopedia á hlutfallinu. Taprekstur og neikvæðar EBITDA tölur annarra miðla, svo sem DV, Skjásins og Morgundags/Fréttatímans gera að hlutfallið nýtist ekki til samanburðar hjá þeim fyrirtækjum. Vefpressan, sem meðal annars rekur vefmiðlana Pressuna og Eyjuna, hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár og er því ekki með í samanburðinum. Í árslok 2011 var hins vegar tap á rekstrinum upp á rúmar 29,8 milljónir króna og EBITDA var neikvæð um 32 milljónir.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent