Fyrirtæki búa sig undir harðan slag Haraldur Guðmundsson skrifar 30. október 2013 00:00 Starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar fara nú yfir athugasemdir sem stofnuninni bárust vegna fyrirhugaðra breytinga. Fréttablaðið/Vilhelm. Fréttablaðið/Vilhelm Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) mun á næstu mánuðum taka ákvörðun um hvort farið verði í breytingar sem eiga að stuðla að aukinni samkeppni í sölu á upplýsingum um símanúmer einstaklinga og fyrirtækja. Stofnunin ætlar einnig að taka símanúmerið 118 úr notkun og afturkalla leyfi fyrirtækisins Já fyrir notkun á því. Já hefur undanfarin ár þurft að halda utan um heildstæðan gagnagrunn yfir innlend símanúmer. Með fyrirhuguðum breytingum PFS á að gera fjarskiptafyrirtækjum skylt að safna þessum sömu upplýsingum. Fyrirtækjunum er samkvæmt núgildandi fjarskiptalögum ætlað að safna þeim en síðustu ár hafa þau látið Já sjá um skráninguna „Fyrirtækið Já á því miklu nákvæmari gögn um símanúmer en fjarskiptafyrirtækin, svo sem nákvæmar upplýsingar um fjölskylduhagi fólks eða starfsheiti. Fyrirtæki sem ætlaði að byrja að selja upplýsingar um símanúmer með einhverjum hrágögnum væri því ekki í sömu stöðu og Já er í nú og undir þetta sjónarmið hafa stofnanir eins og PFS tekið,“ segir Andri Árnason, framkvæmdastjóri Miðlunar, en hann hefur lengi gagnrýnt núverandi fyrirkomulag og sagt það koma í veg fyrir að fyrirtæki geti keppt við Já þegar kemur að sölu á upplýsingum um símanúmer. Andri segir Miðlun hafa gert tilraunir til að kaupa aðgang að þessum gögnum Já en að verð fyrirtækisins hafi verið of hátt til að geta staðið undir rekstri slíkrar þjónustu. „Allir þeir sem ákveða að fara í rekstur þurfa að fjárfesta í því að fara í rekstur. Allt frá því að Já var stofnað höfum við náð samningum við öll starfandi fjarskiptafyrirtæki um afhendingu símanúmeraupplýsinga, líkt og aðrir geta gert. Það eru því engin einkaréttindi til handa Já varðandi slíka starfsemi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já. Spurð um hvernig Já ætli að bregðast við ákvörðun PFS um afturköllun á leyfi fyrir notkun á númerinu 118, segir Sigríður að fyrirtækið ætli ekki að hætta að veita sömu þjónustu. „Við höfum fjárfest verulega í markaðssetningu og höfum byggt upp þekkingu á vörumerkinu 118 og við munum að sjálfsögðu ekki hætta að veita þjá þjónustu þó númerið verði lagt niður heldur veita sömu þjónustu í símanúmerinu 1818,“ segir Sigríður. Andri tekur í sama streng og segir að ef PFS ákveði á endanum að fara í breytingarnar þá ætli Miðlun að bjóða upp á sömu þjónustu. „Þá ætlum við einfaldlega að bjóða neytendum upp á fleiri en einn valkost. Við höfum fengið úthlutað símanúmerinu 1800 og teljum að það sé hægt að gera þetta á ódýrari hátt fyrir neytendur,“ segir Andri. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) mun á næstu mánuðum taka ákvörðun um hvort farið verði í breytingar sem eiga að stuðla að aukinni samkeppni í sölu á upplýsingum um símanúmer einstaklinga og fyrirtækja. Stofnunin ætlar einnig að taka símanúmerið 118 úr notkun og afturkalla leyfi fyrirtækisins Já fyrir notkun á því. Já hefur undanfarin ár þurft að halda utan um heildstæðan gagnagrunn yfir innlend símanúmer. Með fyrirhuguðum breytingum PFS á að gera fjarskiptafyrirtækjum skylt að safna þessum sömu upplýsingum. Fyrirtækjunum er samkvæmt núgildandi fjarskiptalögum ætlað að safna þeim en síðustu ár hafa þau látið Já sjá um skráninguna „Fyrirtækið Já á því miklu nákvæmari gögn um símanúmer en fjarskiptafyrirtækin, svo sem nákvæmar upplýsingar um fjölskylduhagi fólks eða starfsheiti. Fyrirtæki sem ætlaði að byrja að selja upplýsingar um símanúmer með einhverjum hrágögnum væri því ekki í sömu stöðu og Já er í nú og undir þetta sjónarmið hafa stofnanir eins og PFS tekið,“ segir Andri Árnason, framkvæmdastjóri Miðlunar, en hann hefur lengi gagnrýnt núverandi fyrirkomulag og sagt það koma í veg fyrir að fyrirtæki geti keppt við Já þegar kemur að sölu á upplýsingum um símanúmer. Andri segir Miðlun hafa gert tilraunir til að kaupa aðgang að þessum gögnum Já en að verð fyrirtækisins hafi verið of hátt til að geta staðið undir rekstri slíkrar þjónustu. „Allir þeir sem ákveða að fara í rekstur þurfa að fjárfesta í því að fara í rekstur. Allt frá því að Já var stofnað höfum við náð samningum við öll starfandi fjarskiptafyrirtæki um afhendingu símanúmeraupplýsinga, líkt og aðrir geta gert. Það eru því engin einkaréttindi til handa Já varðandi slíka starfsemi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já. Spurð um hvernig Já ætli að bregðast við ákvörðun PFS um afturköllun á leyfi fyrir notkun á númerinu 118, segir Sigríður að fyrirtækið ætli ekki að hætta að veita sömu þjónustu. „Við höfum fjárfest verulega í markaðssetningu og höfum byggt upp þekkingu á vörumerkinu 118 og við munum að sjálfsögðu ekki hætta að veita þjá þjónustu þó númerið verði lagt niður heldur veita sömu þjónustu í símanúmerinu 1818,“ segir Sigríður. Andri tekur í sama streng og segir að ef PFS ákveði á endanum að fara í breytingarnar þá ætli Miðlun að bjóða upp á sömu þjónustu. „Þá ætlum við einfaldlega að bjóða neytendum upp á fleiri en einn valkost. Við höfum fengið úthlutað símanúmerinu 1800 og teljum að það sé hægt að gera þetta á ódýrari hátt fyrir neytendur,“ segir Andri.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira