Handbolti

Rúnar skoraði fimm mörk í tapleik

Rúnar í leik gegn Sverre. Þeir leika nú saman.
Rúnar í leik gegn Sverre. Þeir leika nú saman.
Íslendingaliðið Grosswallstadt tapaði, 21-26, á heimavelli sínum gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Staðan í hálfleik var 8-14 fyrir Lemgo sem var með leikinn í öruggum höndum allan tímann.

Rúnar, sem er nýbyrjaður að spila eftir erfið meiðsli, skoraði fimm mörk og var markahæstur í liði Grosswallstadt.

Sverre komst ekki á blað en var rekinn einu sinni af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×