Viðskipti innlent

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA
Þorstein Víglundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá og með deginum í dag.

Á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins segir að Þorsteinn hafi víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hafi undangengin 15 ár starfað á sviði fjármálamarkaða og iðnaðar, síðast sem framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi þar sem hann leiddi stofnun og mótun samtakanna.

„Þorsteinn segir það mjög spennandi að takast á við þau fjölmörgu krefjandi verkefni sem framundan eru á vettvangi Samtaka atvinnulífsins. Langvarandi doði í efnahagslífinu, hátt vaxtastig og örar breytingar á skattaumhverfi fyrirtækja hafi haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja undangengin ár. Mikilvægt sé að örva fjárfestingu og hagvöxt og ná þurfi skynsamlegri lendingu við gerð kjarasamninga til næstu ára.

Þá sé brýnt að leysa atvinnulífið úr viðjum gjaldeyrishafta og létta á þrýstingi sem fjármagn sem er lokað innan múra hafta veldur, bæði á gengisþróun og verðlag. Þessi verkefni kalli á gott samstarf aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, ef vel á að takast við úrlausn þeirra.

Þorsteinn er kvæntur Lilju Karlsdóttur, kennara og eiga þau þrjár dætur," segir á síðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×