Viðskipti innlent

Guðbjörg kaupir í móðurfélagi Odda

Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum.
Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum. mynd/365
Kristinn ehf., eignarhaldsfélag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, hefur keypt meirihluta hlutafjár í Kvos ehf., móðurfélagi Odda. Seljendur eru einkum fjölskyldur nokkurra erfingja stofnenda Odda. Kaupverð er sagt trúnaðarmál.

Í tilkynningu segir að kaupin hafi verið borin undir Samkeppniseftirlitið á grundvelli samrunareglna samkeppnislaga. Hefur Samkeppniseftirlitið heimilað kaupin með nánar tilgreindum skilyrðum sem fram koma í samkomulagi aðila. Eignarhluti Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Kvosar, er óbreyttur eftir aðkomu Kristins ehf.

Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, segir í tilkynningu að félagið búi að sterkri markaðsstöðu hér á landi í prentun og umbúðum úr pappír og plasti. „Starfsemin er fjölbreytt og byggir á traustum grunni,“ segir hann.

Guðbjörg er einn stærsti eigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×