Sérstökum var skipað að ákæra Stígur Helgason skrifar 18. september 2013 07:00 Erlendur krafðist fyrr í mánuðinum frávísunar ákærunnar á hendur honum. Sérstakur saksóknari felldi í mars niður mál á hendur Erlendi Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, fyrir innherjasvik. Fjármálaeftirlitið kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara, sem felldi ákvörðun sérstaks saksóknara úr gildi í júní og lagði fyrir hann að gefa út ákæru í málinu. Þetta kemur fram í dómi sem birtist á vef Hæstaréttar í gær og varðar kyrrsetningu á eigum Erlendar. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur Erlendi og félaginu Fjársjóði ehf., í eigu Erlendar og konu hans, í byrjun ágúst. Þar er honum gefið að sök að hafa búið yfir innherjaupplýsingum um slæma lausafjárstöðu Glitnis þegar hann seldi bréf Fjársjóðs í bankanum fyrir tíu milljónir í mars 2008. Ekki kemur fram í úrskurðinum á hvaða forsendum Fjármálaeftirlitið kærði ákvörðun sérstaks saksóknara síðastliðið vor, sem varð til þess að Ríkissaksóknari gerði embættinu að snúa ákvörðuninni. Erlendur hefur hins vegar krafist þess að kyrrsetning á sex milljónum króna á reikningi Fjársjóðs ehf. yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri beiðni 3. september en í gær sneri Hæstiréttur þeirri niðurstöðu og felldi kyrrsetninguna úr gildi. Ástæðan er sú að Hæstiréttur telur ekki sannað að sú hætta sé fyrir hendi að fjármununum verði komið undan þannig að ekkert fáist upp í upptökukröfuna, enda eigi félagið eignir upp á 169 milljónir króna og skuldi lítið sem ekkert. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Sérstakur saksóknari felldi í mars niður mál á hendur Erlendi Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, fyrir innherjasvik. Fjármálaeftirlitið kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara, sem felldi ákvörðun sérstaks saksóknara úr gildi í júní og lagði fyrir hann að gefa út ákæru í málinu. Þetta kemur fram í dómi sem birtist á vef Hæstaréttar í gær og varðar kyrrsetningu á eigum Erlendar. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur Erlendi og félaginu Fjársjóði ehf., í eigu Erlendar og konu hans, í byrjun ágúst. Þar er honum gefið að sök að hafa búið yfir innherjaupplýsingum um slæma lausafjárstöðu Glitnis þegar hann seldi bréf Fjársjóðs í bankanum fyrir tíu milljónir í mars 2008. Ekki kemur fram í úrskurðinum á hvaða forsendum Fjármálaeftirlitið kærði ákvörðun sérstaks saksóknara síðastliðið vor, sem varð til þess að Ríkissaksóknari gerði embættinu að snúa ákvörðuninni. Erlendur hefur hins vegar krafist þess að kyrrsetning á sex milljónum króna á reikningi Fjársjóðs ehf. yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri beiðni 3. september en í gær sneri Hæstiréttur þeirri niðurstöðu og felldi kyrrsetninguna úr gildi. Ástæðan er sú að Hæstiréttur telur ekki sannað að sú hætta sé fyrir hendi að fjármununum verði komið undan þannig að ekkert fáist upp í upptökukröfuna, enda eigi félagið eignir upp á 169 milljónir króna og skuldi lítið sem ekkert.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira