Heildareignir föllnu bankanna 2.750 milljarðar 30. apríl 2013 10:17 Heildareignir föllnu bankanna, Landsbankans, Kaupþings og Glitnis eru bókaðar á 2.750 milljarða króna. Þessi upphæð samsvarar 161% af landsframleiðslu Íslands í fyrra. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að meirihluti eigna föllnu bankanna eru erlendar eignir, en búin eiga einnig verulegar innlendar eignir. Þar vega þyngst kröfur á nýju bankana og eignahlutir í þeim. Töluverð óvissa er enn um verðmæti bæði innlendra og erlendra eigna föllnu bankanna. Eignir búanna, að teknu tilliti til útgreiðslna, hafa aukist eftir því sem meira hefur verið innheimt af kröfum og eignum verið komið í verð. Búin geta bókfært virði eigna á mismunandi hátt, því er ekki ljóst að bókfært virði eigna búanna sé fyllilega samanburðarhæft. Heildareignir eru taldar hafa verið um 2.699 milljarðar kr., auk þess sem búin áttu um 51 milljarð kr. á biðreikningum vegna útgreiðslna á forgangskröfum sem enn eru í ágreiningi. Er það sérgreind eign búanna. Samtals voru eignirnar því bókaðar á 2.750 milljarða kr. eða 161% af landsframleiðslu ársins 2012. Búin hafa þegar hafið útgreiðslur og hafa alls greitt forgangskröfuhöfum 836 milljarða kr. Heildareignir búanna að viðbættum útgreiðslum voru tæplega 3.600 milljarðar kr. í árslok 2012, um 210% af landsframleiðslu. Seðlabankinn notar nú kröfuhafaskrár föllnu bankanna til að greina hlutfall innlendra og erlendra krafna í stað efnahagsyfirlita búanna áður. Hlutfall erlendra krafna hefur hækkað frá fyrri greiningum, úr um 87% áður í um 95% nú, sem leiðir til þess að stærri hluti eigna búanna mun koma í hlut erlendra kröfuhafa. Helstu eignir búanna eru kröfur á innlenda aðila í íslenskum krónum, kröfur á innlenda aðila í erlendum gjaldmiðlum, erlendar eignir í erlendum gjaldmiðlum og eignarhlutir í nýju bönkunum Miðað við núverandi bókfært virði á eignum föllnu viðskiptabankanna og áætluðum útgreiðslum þeirra munu þær valda verulegu greiðslujafnaðarójafnvægi, sem þó má takmarka með samningum. Hefðu búin ekki verið felld undir lög um gjaldeyrismál, 12. mars 2012, þannig að möguleiki sé á að hafa stjórn á útgreiðslum þeirra hefði getað myndast verulegur óstöðugleiki á gjaldeyrismarkaði við útgreiðslurnar. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Heildareignir föllnu bankanna, Landsbankans, Kaupþings og Glitnis eru bókaðar á 2.750 milljarða króna. Þessi upphæð samsvarar 161% af landsframleiðslu Íslands í fyrra. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að meirihluti eigna föllnu bankanna eru erlendar eignir, en búin eiga einnig verulegar innlendar eignir. Þar vega þyngst kröfur á nýju bankana og eignahlutir í þeim. Töluverð óvissa er enn um verðmæti bæði innlendra og erlendra eigna föllnu bankanna. Eignir búanna, að teknu tilliti til útgreiðslna, hafa aukist eftir því sem meira hefur verið innheimt af kröfum og eignum verið komið í verð. Búin geta bókfært virði eigna á mismunandi hátt, því er ekki ljóst að bókfært virði eigna búanna sé fyllilega samanburðarhæft. Heildareignir eru taldar hafa verið um 2.699 milljarðar kr., auk þess sem búin áttu um 51 milljarð kr. á biðreikningum vegna útgreiðslna á forgangskröfum sem enn eru í ágreiningi. Er það sérgreind eign búanna. Samtals voru eignirnar því bókaðar á 2.750 milljarða kr. eða 161% af landsframleiðslu ársins 2012. Búin hafa þegar hafið útgreiðslur og hafa alls greitt forgangskröfuhöfum 836 milljarða kr. Heildareignir búanna að viðbættum útgreiðslum voru tæplega 3.600 milljarðar kr. í árslok 2012, um 210% af landsframleiðslu. Seðlabankinn notar nú kröfuhafaskrár föllnu bankanna til að greina hlutfall innlendra og erlendra krafna í stað efnahagsyfirlita búanna áður. Hlutfall erlendra krafna hefur hækkað frá fyrri greiningum, úr um 87% áður í um 95% nú, sem leiðir til þess að stærri hluti eigna búanna mun koma í hlut erlendra kröfuhafa. Helstu eignir búanna eru kröfur á innlenda aðila í íslenskum krónum, kröfur á innlenda aðila í erlendum gjaldmiðlum, erlendar eignir í erlendum gjaldmiðlum og eignarhlutir í nýju bönkunum Miðað við núverandi bókfært virði á eignum föllnu viðskiptabankanna og áætluðum útgreiðslum þeirra munu þær valda verulegu greiðslujafnaðarójafnvægi, sem þó má takmarka með samningum. Hefðu búin ekki verið felld undir lög um gjaldeyrismál, 12. mars 2012, þannig að möguleiki sé á að hafa stjórn á útgreiðslum þeirra hefði getað myndast verulegur óstöðugleiki á gjaldeyrismarkaði við útgreiðslurnar.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira