Andrea Maack, myndlistarkona og ilmhönnuður, kom fram í Elle Tv fyrir stuttu, þar sem hún spjallaði um nýjasta ilminn sinn og nýja klútalínu sem hún var að frumsýna.
"Ég var að frumsýna COVEN, nýja ilminn okkar á Pitti ilmvatnssýningu í Flórens um síðustu helgi. Síðan vorum við einnig að frumsýna klútalína á sýningunni. Við gerðum þrjá nýja klúta, segir Andrea.
Andrea hefur heldur betur slegið í gegn með ilmvötnum sínum sem nefnast Andrea Maack Perfums.
Hún starfar um þessar mundir á Ítalíu þar sem hún vinnur að nýrri ilmvatnslínu.
" Við erum að stækka línuna og það er miklu þægilegra að vera í Mílanó varðandi framleiðslu og annað. Það er einnig svo gott að komast í annað umhverfi að vinna. Sérstaklega þegar ég er að vinna að sköpun, þá er gott að vera ekki alltaf á sama stað, segir hún.
Hér má sjá Andreu í Elle Tv
Andrea Maack í Elle Tv
