Handbolti

Rúnar með fjögur mörk í fyrsta leik eftir meiðslin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Rúnar Kárason átti flotta endurkomu í þýska handboltann í kvöld þegar hann skoraði fjögur mörk í tveggja marka sigri Grosswallstadt á Wetzlar, 28-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta var fyrsti keppnisleikur hans með Grosswallstadt en hann sleit krossband á landsliðsæfingu síðasta sumar.

Rúnar byrjaði frábærlega og skoraði þrjú mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Großwallstadt var með þriggja marka forystu í hálfleik, 13-10, og Rúnar var með 4 mörk í 8 skotum í hálfleiknum. Rúnar náði ekki að bæta við mörkum í seinni hálfleik en átti þá eina stoðsendingu.

Kári Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Wetzlar-liðið í kvöld og Fannar Þór Friðgeirsson var með þrjú mörk á síðustu fjórum mínútum leiksins. Sverre Jakobsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt-liðinu enda spilaði hann eingöngu varnarleikinn.

Grosswallstadt tapaði sex síðustu leikjum sínum HM-frí og sigurinn í kvöld var því langþráður. Wetzlar tapaði hinsvegar þarna sínum fimmta deildarleik í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×