Viðskipti innlent

Fyrrverandi forstjóri Baugs sleppur með skrekkinn - þarf aðeins að greiða 170 milljónir

Var Gunnari því gert að greiða þrotabúi BGE 170 milljónir auk dráttarvaxta - í stað 1,7 milljarð króna.
Var Gunnari því gert að greiða þrotabúi BGE 170 milljónir auk dráttarvaxta - í stað 1,7 milljarð króna.

Hæstiréttur Íslands lækkaði í dag verulega skuld sem Gunnars Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, var dæmdur til þess að greiða þrotabúi BGE eignarhaldsfélagsins, en hann var í nóvember á síðasta ári dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða 1,7 milljarð króna vegna kaupréttarsamningakerfis Baugs við starfsmenn sína.

BGE eignarhaldsfélag var sérstaklega stofnað í nóvember 2003 til að halda utan um kaupréttarsamningakerfi starfsmanna Baugs en það var hannað af KPMG.

Kerfið virkaði þannig að Kaupþing lánaði Baugi gegn veði í hlutabréfum félagsins og Baugur lánaði féð síðan áfram til starfsmanna Baugs. Starfsmenn Baugs fengu lánað fyrir hlutabréfum sem þeir máttu svo selja á ákveðnum tímum. Sjálfir vildu þeir meina að þeir væru ekki persónulega ábyrgir fyrir lánunum en Gunnar gerði tvo lánasamninga.

Héraðsdómur dæmdi Gunnar til þess að greiða alla upphæðina aftur. Þessu var Hæstiréttur ósammála en í niðurstöðunni segir að þótt ákvæði lánasamninganna væru hvorki skýr né ótvíræð, yrði að túlka þau svo að ábyrgð Gunnars og annarra starfsmanna Baugs yrði einungis 10% af lánsfjárhæðinni. Var Gunnari því gert að greiða þrotabúi BGE 170 milljónir auk dráttarvaxta - í stað 1,7 milljarð króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×