Lífið

Lúsíuhátíð í Ásmundarsafni á föstudag

Bjarki Ármannsson skrifar
Lúsíuhátiðin hefst klukkan fjögur í Ásmundarsafni.
Lúsíuhátiðin hefst klukkan fjögur í Ásmundarsafni. Mynd/Gunnar
Listasafn Reykjavíkur blæs til Lúsíuhátíðar í tengslum við sýningu Önnu Hallin í Ásmundarsafni nú á föstudaginn. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna, sænskt glögg og lúsíuketti. 

Anna Hallin er fædd í Svíþjóð og á sýningunni Samleikur skoðar hún meðal annars tengsl Ásmundar Sveinssonar við landið, en hann var einmitt nemandi hins sænska Carls Milles um árabil. 

Í Svíþjóð er siður að halda Lúsíuhátíð 13. desember og í tilefni dagsins verður boðið upp á Bellmannsglögg, sænskt hvítvínsglögg og Lúsíuketti, ilmandi smábrauð krydduð með saffrani. Þá mun Ragna Sigurðardóttir, rithöfundur, leiða gesti um sýninguna en hún skrifaði texta í sýningaskrá hennar.

Viðburðurinn hefst klukkan fjögur og leiðsögn Rögnu klukkan fimm. Frítt er fyrir handhafa menningarkortsins. Einnig er desember „vinamánuður“ í Ásmundarsafni, sem þýðir að þá geta menningarkorthafar boðið vini með sér í safnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.