Lífið

Leikur Freddie Mercury í væntanlegri mynd

Bjarki Ármannsson skrifar
Ben Whishaw er af mörgum talinn einn efnilegasti leikari Bretlands.
Ben Whishaw er af mörgum talinn einn efnilegasti leikari Bretlands. Mynd/WireImages
Enski leikarinn Ben Whishaw hefur verið ráðinn til að leika Freddie Mercury í væntanlegri kvikmynd um ævi rokksöngvarans. Grínistinn Sacha Baron Cohen átti fyrst að fara með hlutverkið, en hann var látinn taka pokann sinn fyrr á árinu.

Whishaw, sem er 23 ára gamall, er ef til vill helst þekktur sem Q í Skyfall, nýjustu kvikmyndinni um leyniþjónustumanninn James Bond. Honum bregður einnig fyrir í stórmyndinni Cloud Atlas sem kom út í fyrra.

Hann mun túlka hin stórvinsæla Mercury í kvikmynd sem sýnir upphafsár hljómsveitarinnar Queen og lýkur á tónleikum þeirra á Live Aid hátíðinni 1985. Myndin mun að sögn ekki fjalla um ótímabæran dauða söngvarans úr alnæmi árið 1991. 

Breska blaðið The Guardian fjallar um málið. Þeir skrifuðu einnig frétt fyrr á árinu sem sagði að Cohen, sem varð heimsfrægur fyrir túlkun sína á klaufabárðinum Borat, hefði verið rekinn frá myndinni þar sem eftirlifandi meðlimir Queen óttuðust að hann myndi reyna að gera myndina of fyndna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.