Þetta mót vilja allir vinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2013 08:30 Guðjón Valur hefur unnið flesta stóru titlana í félagsliðahandboltanum og getur bætt þeim allra stærsta í safnið um helgina. Hér er hann í leik með Kiel. nordicphotos/getty Guðjón Valur Sigurðsson tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð og nú með þriðja félaginu. Nú er hann í liði ríkjandi Evrópumeistara Kiel sem stefnir að því að vinna allt, annað árið í röð. Hápunktur hvers tímabils í félagsliðahandbolta hvert ár er úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu, sem verður haldin í fjórða sinn í Köln um helgina. Undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og úrslitaleikurinn á morgun, auk þess sem spilað er um bronsverðlaunin. Í þetta sinn komust tvö Íslendingalið í undanúrslitin; Kiel frá Þýskalandi og Kielce frá Póllandi. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og þeir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með liðinu. Þórir Ólafsson er svo á mála hjá Kielce. Kielce mætir Barcelona í fyrri undanúrslitaviðureign dagsins og Kiel leikur svo gegn Hamburg, öðru þýsku liði, síðdegis. Það er því möguleiki á að Íslendingaliðin muni mætast í úrslitaleik á morgun.Dvel ekki við fortíðina Alfreð Gíslason getur gert Kiel að þreföldum meisturum annað árið í röð.Nordicphotos/GettyGuðjón Valur þekkir úrslitahelgina vel enda er hann að taka þátt þriðja árið í röð, og það með þriðja liðinu. Fyrst lék hann með Rhein-Neckar Löwen, svo AG Kaupmannahöfn og nú Kiel. Hann náði þó ekki að spila til úrslita í þau skipti en það stendur vitanlega til bóta. „Það er alltaf markmiðið að fara alla leið, þegar maður er kominn í undanúrslitin. Það er óskandi að það takist. Þetta er stórt og flott mót sem allir handboltamenn vilja vinna. Þetta er hápunktur tímabilsins fyrir okkur,“ sagði Guðjón Valur, sem vildi lítið ræða um hin árin. „Það er allt í fortíðinni og ég hef lítinn áhuga á að ræða hana eitthvað sérstaklega. Það er erfitt að lifa í fortíðinni,“ segir hann. Þýskur slagur Alfreð hefur undirbúið sína menn af kappi fyrir leikinn gegn Hamburg í dag. Guðjón Valur segir að það hafi sína kosti og galla að mæta öðru þýsku liði. „Við þekkjum þá mjög vel og höfum unnið þá tvisvar í vetur. En þeir þekkja okkur líka mjög vel. Það sem verður ólíkt nú er að hvorugt lið er á heimavelli og það verða ekki þýskir dómarar á leiknum,“ segir hann. „Við höfum verið að horfa á vídeó af þeim síðustu 2-3 dagana og æft mjög vel. Við erum klárir í þennan slag.“ Hann segir að liðið hafi ekki eytt tíma í undirbúning fyrir mögulegan andstæðing í úrslitaleiknum, komist Kiel þangað. „Þjálfarinn er auðvitað búinn að klippa saman myndband af báðum liðum en eftir leikinn í dag tekur bara við stuttur undirbúningur fyrir leikinn á morgun, hvort sem það verður spilað um gull eða brons.“ Sem fyrr segir er þetta í fjórða sinn sem þetta fyrirkomulag er á úrslitahelginni í Meistaradeildinni en áður voru úrslitaleikirnir tveir, heima og að heiman hjá liðunum sem komust alla leið. Gamlir leikmenn fjölmenna „Mér finnst þetta frábært fyrirkomulag og ég held að flestir handboltamenn séu sammála um það. Stemningin hér í Köln er frábær og nánast að borgin fari á hvolf þessa helgina. Hingað mæta svo fullt af gömlum leikmönnum og ekki þverfótað fyrir goðsögnum úr handboltaheiminum,“ segir hann en Guðjón Valur mun spila fyrir framan fjölskyldu sína um helgina.Fjölskyldan fylgist vel með Aron Pálmarsson verður í eldlínunni með Kiel um helgina.Nordicphotos/Getty„Konan mín, börn og foreldrar verða hér, sem og systir mín og kærasti hennar. Þar að auki hef ég frétt af mörgum Íslendingum sem ætla að koma hingað. Ég reddaði til dæmis 21 Kiel-treyju fyrir frænda minn sem er að koma hingað með stóran hóp,“ segir hann. Guðjón Valur segir að sér hafi liðið vel hjá Kiel, sem er þegar búið að landa tveimur stærstu titlunum í Þýskalandi. „Það er alltaf áskorun að koma til nýs liðs – sýna og sanna að maður sé nógu góður og traustsins verður. Það hefur tekist nokkuð vel. Ég hef verið nokkuð meiðslafrír og tekið þátt í mörgum eftirminnilegum leikjum,“ segir hann en með sigri um helgina mun Kiel vinna þrefalt, annað árið í röð. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð og nú með þriðja félaginu. Nú er hann í liði ríkjandi Evrópumeistara Kiel sem stefnir að því að vinna allt, annað árið í röð. Hápunktur hvers tímabils í félagsliðahandbolta hvert ár er úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu, sem verður haldin í fjórða sinn í Köln um helgina. Undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og úrslitaleikurinn á morgun, auk þess sem spilað er um bronsverðlaunin. Í þetta sinn komust tvö Íslendingalið í undanúrslitin; Kiel frá Þýskalandi og Kielce frá Póllandi. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og þeir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með liðinu. Þórir Ólafsson er svo á mála hjá Kielce. Kielce mætir Barcelona í fyrri undanúrslitaviðureign dagsins og Kiel leikur svo gegn Hamburg, öðru þýsku liði, síðdegis. Það er því möguleiki á að Íslendingaliðin muni mætast í úrslitaleik á morgun.Dvel ekki við fortíðina Alfreð Gíslason getur gert Kiel að þreföldum meisturum annað árið í röð.Nordicphotos/GettyGuðjón Valur þekkir úrslitahelgina vel enda er hann að taka þátt þriðja árið í röð, og það með þriðja liðinu. Fyrst lék hann með Rhein-Neckar Löwen, svo AG Kaupmannahöfn og nú Kiel. Hann náði þó ekki að spila til úrslita í þau skipti en það stendur vitanlega til bóta. „Það er alltaf markmiðið að fara alla leið, þegar maður er kominn í undanúrslitin. Það er óskandi að það takist. Þetta er stórt og flott mót sem allir handboltamenn vilja vinna. Þetta er hápunktur tímabilsins fyrir okkur,“ sagði Guðjón Valur, sem vildi lítið ræða um hin árin. „Það er allt í fortíðinni og ég hef lítinn áhuga á að ræða hana eitthvað sérstaklega. Það er erfitt að lifa í fortíðinni,“ segir hann. Þýskur slagur Alfreð hefur undirbúið sína menn af kappi fyrir leikinn gegn Hamburg í dag. Guðjón Valur segir að það hafi sína kosti og galla að mæta öðru þýsku liði. „Við þekkjum þá mjög vel og höfum unnið þá tvisvar í vetur. En þeir þekkja okkur líka mjög vel. Það sem verður ólíkt nú er að hvorugt lið er á heimavelli og það verða ekki þýskir dómarar á leiknum,“ segir hann. „Við höfum verið að horfa á vídeó af þeim síðustu 2-3 dagana og æft mjög vel. Við erum klárir í þennan slag.“ Hann segir að liðið hafi ekki eytt tíma í undirbúning fyrir mögulegan andstæðing í úrslitaleiknum, komist Kiel þangað. „Þjálfarinn er auðvitað búinn að klippa saman myndband af báðum liðum en eftir leikinn í dag tekur bara við stuttur undirbúningur fyrir leikinn á morgun, hvort sem það verður spilað um gull eða brons.“ Sem fyrr segir er þetta í fjórða sinn sem þetta fyrirkomulag er á úrslitahelginni í Meistaradeildinni en áður voru úrslitaleikirnir tveir, heima og að heiman hjá liðunum sem komust alla leið. Gamlir leikmenn fjölmenna „Mér finnst þetta frábært fyrirkomulag og ég held að flestir handboltamenn séu sammála um það. Stemningin hér í Köln er frábær og nánast að borgin fari á hvolf þessa helgina. Hingað mæta svo fullt af gömlum leikmönnum og ekki þverfótað fyrir goðsögnum úr handboltaheiminum,“ segir hann en Guðjón Valur mun spila fyrir framan fjölskyldu sína um helgina.Fjölskyldan fylgist vel með Aron Pálmarsson verður í eldlínunni með Kiel um helgina.Nordicphotos/Getty„Konan mín, börn og foreldrar verða hér, sem og systir mín og kærasti hennar. Þar að auki hef ég frétt af mörgum Íslendingum sem ætla að koma hingað. Ég reddaði til dæmis 21 Kiel-treyju fyrir frænda minn sem er að koma hingað með stóran hóp,“ segir hann. Guðjón Valur segir að sér hafi liðið vel hjá Kiel, sem er þegar búið að landa tveimur stærstu titlunum í Þýskalandi. „Það er alltaf áskorun að koma til nýs liðs – sýna og sanna að maður sé nógu góður og traustsins verður. Það hefur tekist nokkuð vel. Ég hef verið nokkuð meiðslafrír og tekið þátt í mörgum eftirminnilegum leikjum,“ segir hann en með sigri um helgina mun Kiel vinna þrefalt, annað árið í röð.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira