Kóngurinn í Kiel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2013 08:00 Alfreð Gíslason sést hér með uppskeru síðasta tímabils en Kiel er á góðri leið með að endurtaka leikinn á þessu tímabili. Mynd/Nordicphotos/Bongarts Kiel vann í fyrrakvöld sinn fjórða Þýskalandsmeistaratitil undir stjórn Íslendingsins Alfreðs Gíslasonar og hefur nú alls unnið tíu mikilvæga titla síðan hann tók við liðinu sumarið 2008. Sigurganga Kiel ætlar engan enda að taka og liðið á nú möguleika á að vinna þrennuna annað tímabilið í röð. Tveir titlanna eru þegar komnir í hús, Þýskalandsmeistaratitilinn á þriðjudagskvöldið og bikarmeistaratitilinn í apríl. Fram undan er síðan úrslitahelgi Meistaradeildarinnar þar sem Kiel-liðið getur endað erfitt tímabil með sögulegri þrennu.Fimmfaldur meistaraþjálfari Alfreð hefur nú gert fimm lið að Þýskalandsmeisturum, því sjö árum áður en hann kom til Kiel vann SC Magdeburg titilinn undir hans stjórn, fyrst liða frá Austur-Þýskalandi eftir sameiningu landsins. Alfreð fór þaðan til Gummersbach en fékk síðan tækifærið sumarið 2008 til að taka við sigursælu liði Kiel af Zvonimir Serdarusic sem var þá nýbúinn að gera Kiel að meisturum í ellefta sinn.Misst heimsklassaleikmenn Kiel-liðið hefur ekkert gefið eftir síðan Alfreð settist í þjálfarasætið og það þrátt fyrir að liðið hafi gengið í gegnum miklar breytingar á þessum tíma. Alfreð hefur meðal annars þurft að fylla skörð heimsklassa leikmanna eins og Frakkans Nikola Karabatic og Svíans Kims Andersson og í sumar hverfa á braut franski markvörðurinn Thierry Omeyer og franski leikstjórnandinn Daniel Narcisse. Að þessu sinni var Alfreð með tvo landa sína í liðinu. Aron Pálmarsson var að vinna sinn þriðja Þýskalandsmeistaratitil með Kiel en Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu fyrsta tímabili og varð nú loksins Þýskalandsmeistari eftir ellefu ára spilamennsku í þýsku deildinni. Kiel hefur leikið 167 deildarleiki undir stjórn Alfreðs Gíslasonar á þessum fimm tímabilum og aðeins tapað tólf þeirra.Guðmundur sá eini Það eru aðeins ellefu þjálfarar sem geta stært sig af því að hafa unnið Alfreð Gíslason hjá Kiel og bara einn þeirra, Guðmundur Guðmundsson, hefur afrekað það tvisvar sinnum. Guðmundur stýrði Rhein-Neckar-Löwen til sigurs í báðum leikjunum á móti Kiel tímabilið 2010-11. Löwen vann þá fyrri leikinn á heimavelli í desember, 29-26, og seinni leikinn á útivelli í apríl, 33-31. Það var reyndar nóg af Íslendingum sem hjálpuðu Guðmundi að landa þessum tveimur sigrum því Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson léku þá allir með Ljónunum. Alfreð hefur reyndar hefnt vel fyrir þetta því Kiel hefur unnið fjóra síðustu leiki sína á móti Rhein-Neckar-Löwen, þar af þrjá þá síðustu með samtals 25 marka mun. Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Sjá meira
Kiel vann í fyrrakvöld sinn fjórða Þýskalandsmeistaratitil undir stjórn Íslendingsins Alfreðs Gíslasonar og hefur nú alls unnið tíu mikilvæga titla síðan hann tók við liðinu sumarið 2008. Sigurganga Kiel ætlar engan enda að taka og liðið á nú möguleika á að vinna þrennuna annað tímabilið í röð. Tveir titlanna eru þegar komnir í hús, Þýskalandsmeistaratitilinn á þriðjudagskvöldið og bikarmeistaratitilinn í apríl. Fram undan er síðan úrslitahelgi Meistaradeildarinnar þar sem Kiel-liðið getur endað erfitt tímabil með sögulegri þrennu.Fimmfaldur meistaraþjálfari Alfreð hefur nú gert fimm lið að Þýskalandsmeisturum, því sjö árum áður en hann kom til Kiel vann SC Magdeburg titilinn undir hans stjórn, fyrst liða frá Austur-Þýskalandi eftir sameiningu landsins. Alfreð fór þaðan til Gummersbach en fékk síðan tækifærið sumarið 2008 til að taka við sigursælu liði Kiel af Zvonimir Serdarusic sem var þá nýbúinn að gera Kiel að meisturum í ellefta sinn.Misst heimsklassaleikmenn Kiel-liðið hefur ekkert gefið eftir síðan Alfreð settist í þjálfarasætið og það þrátt fyrir að liðið hafi gengið í gegnum miklar breytingar á þessum tíma. Alfreð hefur meðal annars þurft að fylla skörð heimsklassa leikmanna eins og Frakkans Nikola Karabatic og Svíans Kims Andersson og í sumar hverfa á braut franski markvörðurinn Thierry Omeyer og franski leikstjórnandinn Daniel Narcisse. Að þessu sinni var Alfreð með tvo landa sína í liðinu. Aron Pálmarsson var að vinna sinn þriðja Þýskalandsmeistaratitil með Kiel en Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu fyrsta tímabili og varð nú loksins Þýskalandsmeistari eftir ellefu ára spilamennsku í þýsku deildinni. Kiel hefur leikið 167 deildarleiki undir stjórn Alfreðs Gíslasonar á þessum fimm tímabilum og aðeins tapað tólf þeirra.Guðmundur sá eini Það eru aðeins ellefu þjálfarar sem geta stært sig af því að hafa unnið Alfreð Gíslason hjá Kiel og bara einn þeirra, Guðmundur Guðmundsson, hefur afrekað það tvisvar sinnum. Guðmundur stýrði Rhein-Neckar-Löwen til sigurs í báðum leikjunum á móti Kiel tímabilið 2010-11. Löwen vann þá fyrri leikinn á heimavelli í desember, 29-26, og seinni leikinn á útivelli í apríl, 33-31. Það var reyndar nóg af Íslendingum sem hjálpuðu Guðmundi að landa þessum tveimur sigrum því Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson léku þá allir með Ljónunum. Alfreð hefur reyndar hefnt vel fyrir þetta því Kiel hefur unnið fjóra síðustu leiki sína á móti Rhein-Neckar-Löwen, þar af þrjá þá síðustu með samtals 25 marka mun.
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Sjá meira