Danskir stjórnendur hafa lítið álit á FIH bankanum 16. maí 2013 12:31 Ímynd FIH bankans meðal danskra stjórnenda er ein sú versta meðal danskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Berlingske Tidende um hvaða fyrirtæki í Danmörku njóta mest álits meðal stjórnendanna. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að alls hafi 4.500 stjórnendur verið spurðir álits í þessari könnun. FIH bankinn lenti í fjórða neðsta sæti í könnuninni. Fyrir neðan FIH voru dönsku járnbrautirnar DSB, vindmyllufyrirtækið Vestas og SAS flugfélagið. Bjarne Graven bankastjóri FIH bankans viðurkennir í samtali við börsen að bankinn glími við ímyndarvanda. Hinsvegar standi til að bæta ímynd bankans á næstu tveimur árum. Graven segir að einn mesti ímyndarskaðinn hafi komið vegna eignarhalds Kaupþings á bankanum hér á árum áður. Það hafi ekki heldur hjálpað til að bankinn hefur stöðugt tapað fé undanfarin tæp þrjú ár og þurft á miklum stuðningi frá danska ríkinu að halda. Graven segir að í dag séu viðskiptavinir FIH almennt ánægðir með bankann. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum eru endurheimtur á yfir 3 milljarða danskra kr. seljendaláni Seðlabankans til kaupenda FIH bankans árið 2010 bundnar við gengi FIH fram til ársloka á næsta ári. Sem stendur virðist þetta vera að mestu glatað fé. Sjá nánar hér. FIH bankinn hefur hinsvegar rétt aðeins úr kútnum á þessu ári og þess má geta að á fyrsta ársfjórðungi skilaði hann hagnaði í fyrsta sinn undanfarn 10 ársfjórðunga. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ímynd FIH bankans meðal danskra stjórnenda er ein sú versta meðal danskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Berlingske Tidende um hvaða fyrirtæki í Danmörku njóta mest álits meðal stjórnendanna. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að alls hafi 4.500 stjórnendur verið spurðir álits í þessari könnun. FIH bankinn lenti í fjórða neðsta sæti í könnuninni. Fyrir neðan FIH voru dönsku járnbrautirnar DSB, vindmyllufyrirtækið Vestas og SAS flugfélagið. Bjarne Graven bankastjóri FIH bankans viðurkennir í samtali við börsen að bankinn glími við ímyndarvanda. Hinsvegar standi til að bæta ímynd bankans á næstu tveimur árum. Graven segir að einn mesti ímyndarskaðinn hafi komið vegna eignarhalds Kaupþings á bankanum hér á árum áður. Það hafi ekki heldur hjálpað til að bankinn hefur stöðugt tapað fé undanfarin tæp þrjú ár og þurft á miklum stuðningi frá danska ríkinu að halda. Graven segir að í dag séu viðskiptavinir FIH almennt ánægðir með bankann. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum eru endurheimtur á yfir 3 milljarða danskra kr. seljendaláni Seðlabankans til kaupenda FIH bankans árið 2010 bundnar við gengi FIH fram til ársloka á næsta ári. Sem stendur virðist þetta vera að mestu glatað fé. Sjá nánar hér. FIH bankinn hefur hinsvegar rétt aðeins úr kútnum á þessu ári og þess má geta að á fyrsta ársfjórðungi skilaði hann hagnaði í fyrsta sinn undanfarn 10 ársfjórðunga.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira