Viðskipti innlent

TVG-Zimsen opnar skrifstofu í Hafnarfirði

TVG-Zimsen hefur opnað skrifstofu í Hafnarfirði. Fyrirtækið keypti á dögunum skipamiðlunina Gáru í Hafnarfirði sem hefur þjónustað skemmtiferðaskip og togara í Hafnarfirði og um allt land undanfarin 20 ár.

,,Þetta er raunar eðlilegt skref eftir kaupin á Gáru í lok síðustu viku. TVG-Zimsen er með skrifstofu á Akureyri og með opnun skrifstofu í Hafnarfirði erum við að efla fókusinn í báðum þessum stóru bæjarfélögum. Við sjáum Hafnarfjörð sem mikilvægan markað og viljum vera nær okkar viðskiptavinum þar. Hafnarfjarðarhöfn er ein stærsta og mikilvægasta höfn landsins og við sjáum þar mikil tækifæri," segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen í tilkynningu um málið.

Skrifstofa fyrirtækisins er á sama stað og skrifstofa Gáru að Bæjarhrauni 2. Gára verður rekin sem séreining og dótturfélag innan TVG-Zimsen. Fyrri eigendur Gáru munu starfa áfram hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×