Viðskipti innlent

Samþykkt að taka hluti í VÍS til viðskipta í Kauphöllinni

Kauphöllin hefur samþykkt umsókn Vátryggingarfélags Íslands hf. (VÍS) um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar.

Þann 5. apríl sl. samþykkti Kauphöllin umsókn VÍS að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár. Þeim skilyrðum hefur nú verið fullnægt, að því er segir í tilkynningu.

Fyrsti viðskiptadagur með hluti VÍS verður 24. apríl nk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×