Innlent

Facebook ofmetin sem lýðræðisafl

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Baldvin þór Bergsson heldur fyrirlestur um fólk, flokka og Facebook í Háskóla Íslands dag.
Baldvin þór Bergsson heldur fyrirlestur um fólk, flokka og Facebook í Háskóla Íslands dag.
„Facebook virðist ekki efla vald almennings gagnvart flokkum eða koma nýjum málum á dagskrá og er því ekki tæki sem eflir beint lýðræði, að minnsta kosti ekki ennþá,“ segir Baldvin Þór Bergsson.

Baldvin heldur fyrirlestur um fólk, flokka og Facebook á fyrirlestraröðinni Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands dag. Hann segir umræðuna hafa einkennst af einföldum fullyrðingum um áhrifamátt samfélagsmiðla. Fyrir síðustu kosningar hafi allir flokkar í fyrsta sinn markvisst reynt að nálgast kjósendur í gegnum samfélagsmiðla. Niðurstaða hans sé sú að áhrifamáttur samskiptamiðilsins virðist ofmetinn.



„Ég get vissulega sent Sigmundi Davíð forsætisráðherra skilaboð á Facebook og sagt honum hvað mér finnst um skuldaniðurfellingu en hann getur á sama hátt ákveðið að skoða ekki skilaboðin, hvað þá svara þeim,“ segir Baldvin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×