Segir heilbrigðiskerfið orðið annars flokks Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. október 2013 22:02 „Íslenska heilbrigðiskerfið er nú orðið annars flokks.“ Þetta fullyrðir hámenntaður hjartalæknir sem hefur sagt takk og bless og pakkar nú niður í ferðatöskurnar. Förinni er heitið til Noregs þar sem launin eru margfalt betri og vinnuaðstæður ekki sambærilegar þeim sem finna má hér. Læknaflótti er staðreynd á Íslandi. Landið er ekki samkeppnishæft um sína eigin lækna, sama hvort að litið er til unglækna eða sérfræðinga. Eins og fram kom á nýafstöpnum aðalfundi læknafélags Íslands er þörf um á umtalsverðum kjarabótum til að snúa þessari þróun við. Það verður hægara sagt en gert. Af þeim tvö hundruð læknum sem haldið hafa erlendis frá árinu 2009 hafa aðeins hundrað snúið aftur til baka. „Hugtakið vitsmunaflótti var fyrst notað eftir seinna stríð til að lýsa flótta vísindamanna og tæknimenntaðra frá Evrópu til Norður-Ameríku. Sambærileg þróun á sér nú stað á Íslandi þar sem tækifæri hámenntaðra einstaklinga eru að finna utan landsteinanna. Heilbrigðisgeirinn hefur ekki orðið hvað verst úti þegar vitsmunaflótti er annars vegar.“ Ágúst Örn Sverrisson er einn af þeim fjölmörgu sérfræðingum sem ákveðið hafa að yfirgefa landið. Hann er á leið Noregs þar sem honum var boðin stöðuhækkun, betri vinnuaðstöða og mun betri laun. „Þú færð ekki eðlilega endurnýjun utan frá þegar staðan er svona. Maður verður að spyrja sig hvað veldur og hvernig eigi að bregðast við. Það hlýtur að vera ansi mikll dómur yfir íslensku heilbrigðiskerfi þegar staðan er svona. Ég er ansi hræddur um að við séum að horfa fram á að það íslenskt heilbrigðiskerfi sé nú annars flokks,“segir Ágúst. Ágúst segist yfirgefa landið með trega. Engu að síður sé það í raun óforsvaranlegt að halda áfram hér undir núverandi kringumstæðum, þá sérstaklega þegar litið er til unglækna, sjálfrar framtíðar heilbrigðiskerfisins sem horfast í augu við óljósa tíð í heilbrigðismálum á Íslandi. „Ég verð að segja það að það eru ekki miklar líkur á því að þetta fólk snúi aftur heim á næstu árum eftir sitt sérnám. Það er alveg á hreinu. Það þarf að skapa einhverja framtíðarsýn. Það að við höfum ekki enn ráðist í það að reisa nýtt sjúkrahús er einfaldlega hneisa.“ Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
„Íslenska heilbrigðiskerfið er nú orðið annars flokks.“ Þetta fullyrðir hámenntaður hjartalæknir sem hefur sagt takk og bless og pakkar nú niður í ferðatöskurnar. Förinni er heitið til Noregs þar sem launin eru margfalt betri og vinnuaðstæður ekki sambærilegar þeim sem finna má hér. Læknaflótti er staðreynd á Íslandi. Landið er ekki samkeppnishæft um sína eigin lækna, sama hvort að litið er til unglækna eða sérfræðinga. Eins og fram kom á nýafstöpnum aðalfundi læknafélags Íslands er þörf um á umtalsverðum kjarabótum til að snúa þessari þróun við. Það verður hægara sagt en gert. Af þeim tvö hundruð læknum sem haldið hafa erlendis frá árinu 2009 hafa aðeins hundrað snúið aftur til baka. „Hugtakið vitsmunaflótti var fyrst notað eftir seinna stríð til að lýsa flótta vísindamanna og tæknimenntaðra frá Evrópu til Norður-Ameríku. Sambærileg þróun á sér nú stað á Íslandi þar sem tækifæri hámenntaðra einstaklinga eru að finna utan landsteinanna. Heilbrigðisgeirinn hefur ekki orðið hvað verst úti þegar vitsmunaflótti er annars vegar.“ Ágúst Örn Sverrisson er einn af þeim fjölmörgu sérfræðingum sem ákveðið hafa að yfirgefa landið. Hann er á leið Noregs þar sem honum var boðin stöðuhækkun, betri vinnuaðstöða og mun betri laun. „Þú færð ekki eðlilega endurnýjun utan frá þegar staðan er svona. Maður verður að spyrja sig hvað veldur og hvernig eigi að bregðast við. Það hlýtur að vera ansi mikll dómur yfir íslensku heilbrigðiskerfi þegar staðan er svona. Ég er ansi hræddur um að við séum að horfa fram á að það íslenskt heilbrigðiskerfi sé nú annars flokks,“segir Ágúst. Ágúst segist yfirgefa landið með trega. Engu að síður sé það í raun óforsvaranlegt að halda áfram hér undir núverandi kringumstæðum, þá sérstaklega þegar litið er til unglækna, sjálfrar framtíðar heilbrigðiskerfisins sem horfast í augu við óljósa tíð í heilbrigðismálum á Íslandi. „Ég verð að segja það að það eru ekki miklar líkur á því að þetta fólk snúi aftur heim á næstu árum eftir sitt sérnám. Það er alveg á hreinu. Það þarf að skapa einhverja framtíðarsýn. Það að við höfum ekki enn ráðist í það að reisa nýtt sjúkrahús er einfaldlega hneisa.“
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira