Bauhaus krefur starfsmenn um endurgreiðslu launa Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. október 2013 15:11 Bauhaus er ein stærsta byggingavöruverslun landsins. Mynd/GVA Bauhaus hefur á síðustu vikum sent fjölmörgum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum sínum kröfu frá fyrirtækinu um endurgreiðslu á ofgreiddum launum. Um er að ræða launagreiðslu frá því í apríl, maí, júní og júlí árið 2012. Nokkrir starfsmannanna leituðu til stéttarfélags síns, VR, til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið ætti endurkröfu á þá. Greint er frá þessu á heimasíðu VR í dag. Samkvæmt meginreglu vinnuréttar ber vinnuveitandi ábyrgð á greiðslu launa. Ofgreidd laun verða ekki endurkrafin nema um augljósa villu sé að ræða við launaútreikning sem hægt er að leiðrétta strax og varðar verulegar fjárhæðir. Þessi regla, sem hefur verið staðfest með dómum, byggir á því meginsjónarmiði að laun séu ætluð til framfærslu starfsmanns og hann megi ætla að þær greiðslur sem inntar eru af hendi séu honum til ráðstöfunar. Laun móttekin í góðri trú eru því almennt ekki endurkræf. Það er afstaða VR að þessi meginregla eigi við hvað þessi mál varðar og eru mistök við útreikning launanna því alfarið á ábyrgð Bauhaus. VR hefur þegar krafist þess skriflega að Bauhaus falli frá kröfum um endurgreiðslu launa. Fyrirtækið hefur hafnað því og líklegt verður að telja að útkljá verði í málum þessum fyrir dómstólum.Bauhaus hafnaði að afhenda lista yfir starfsmenn VR óskaði eftir því við Bauhaus að fá afhentan lista yfir þá starfsmenn fyrirtækisins sem málið varðar og eru félagsmenn í VR. Markmiðið var að upplýsa viðkomandi félagsmenn um stöðuna og benda þeim á réttindi þeirra. „Bauhaus hafnaði þessari ósk og verður að segja að sú afstaða fyrirtækisins kom á óvart. VR hefur leitast við að eiga uppbyggileg samskipti við fyrirtæki á vinnumarkaði með hagsmuni starfsmannanna að leiðarljósi. Í þessu tilviki verður ekki hjá því komist að upplýsa um stöðu málsins með þessum hætti, þar sem ná þarf til allra aðila er málið varðar. VR vill hvetja starfsmenn Bauhaus sem hafa fengið kröfu um endurgreiðslu vegna ofgreiddra launa eða orðið varir við að dregið hafi verið af launum þeirra til þess að hafa samband við kjarasvið félagsins í síma 510 1700 eða með því að senda erindi til vr@vr.is,“ segir í frétt VR um málið. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Bauhaus hefur á síðustu vikum sent fjölmörgum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum sínum kröfu frá fyrirtækinu um endurgreiðslu á ofgreiddum launum. Um er að ræða launagreiðslu frá því í apríl, maí, júní og júlí árið 2012. Nokkrir starfsmannanna leituðu til stéttarfélags síns, VR, til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið ætti endurkröfu á þá. Greint er frá þessu á heimasíðu VR í dag. Samkvæmt meginreglu vinnuréttar ber vinnuveitandi ábyrgð á greiðslu launa. Ofgreidd laun verða ekki endurkrafin nema um augljósa villu sé að ræða við launaútreikning sem hægt er að leiðrétta strax og varðar verulegar fjárhæðir. Þessi regla, sem hefur verið staðfest með dómum, byggir á því meginsjónarmiði að laun séu ætluð til framfærslu starfsmanns og hann megi ætla að þær greiðslur sem inntar eru af hendi séu honum til ráðstöfunar. Laun móttekin í góðri trú eru því almennt ekki endurkræf. Það er afstaða VR að þessi meginregla eigi við hvað þessi mál varðar og eru mistök við útreikning launanna því alfarið á ábyrgð Bauhaus. VR hefur þegar krafist þess skriflega að Bauhaus falli frá kröfum um endurgreiðslu launa. Fyrirtækið hefur hafnað því og líklegt verður að telja að útkljá verði í málum þessum fyrir dómstólum.Bauhaus hafnaði að afhenda lista yfir starfsmenn VR óskaði eftir því við Bauhaus að fá afhentan lista yfir þá starfsmenn fyrirtækisins sem málið varðar og eru félagsmenn í VR. Markmiðið var að upplýsa viðkomandi félagsmenn um stöðuna og benda þeim á réttindi þeirra. „Bauhaus hafnaði þessari ósk og verður að segja að sú afstaða fyrirtækisins kom á óvart. VR hefur leitast við að eiga uppbyggileg samskipti við fyrirtæki á vinnumarkaði með hagsmuni starfsmannanna að leiðarljósi. Í þessu tilviki verður ekki hjá því komist að upplýsa um stöðu málsins með þessum hætti, þar sem ná þarf til allra aðila er málið varðar. VR vill hvetja starfsmenn Bauhaus sem hafa fengið kröfu um endurgreiðslu vegna ofgreiddra launa eða orðið varir við að dregið hafi verið af launum þeirra til þess að hafa samband við kjarasvið félagsins í síma 510 1700 eða með því að senda erindi til vr@vr.is,“ segir í frétt VR um málið.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira