Bauhaus krefur starfsmenn um endurgreiðslu launa Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. október 2013 15:11 Bauhaus er ein stærsta byggingavöruverslun landsins. Mynd/GVA Bauhaus hefur á síðustu vikum sent fjölmörgum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum sínum kröfu frá fyrirtækinu um endurgreiðslu á ofgreiddum launum. Um er að ræða launagreiðslu frá því í apríl, maí, júní og júlí árið 2012. Nokkrir starfsmannanna leituðu til stéttarfélags síns, VR, til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið ætti endurkröfu á þá. Greint er frá þessu á heimasíðu VR í dag. Samkvæmt meginreglu vinnuréttar ber vinnuveitandi ábyrgð á greiðslu launa. Ofgreidd laun verða ekki endurkrafin nema um augljósa villu sé að ræða við launaútreikning sem hægt er að leiðrétta strax og varðar verulegar fjárhæðir. Þessi regla, sem hefur verið staðfest með dómum, byggir á því meginsjónarmiði að laun séu ætluð til framfærslu starfsmanns og hann megi ætla að þær greiðslur sem inntar eru af hendi séu honum til ráðstöfunar. Laun móttekin í góðri trú eru því almennt ekki endurkræf. Það er afstaða VR að þessi meginregla eigi við hvað þessi mál varðar og eru mistök við útreikning launanna því alfarið á ábyrgð Bauhaus. VR hefur þegar krafist þess skriflega að Bauhaus falli frá kröfum um endurgreiðslu launa. Fyrirtækið hefur hafnað því og líklegt verður að telja að útkljá verði í málum þessum fyrir dómstólum.Bauhaus hafnaði að afhenda lista yfir starfsmenn VR óskaði eftir því við Bauhaus að fá afhentan lista yfir þá starfsmenn fyrirtækisins sem málið varðar og eru félagsmenn í VR. Markmiðið var að upplýsa viðkomandi félagsmenn um stöðuna og benda þeim á réttindi þeirra. „Bauhaus hafnaði þessari ósk og verður að segja að sú afstaða fyrirtækisins kom á óvart. VR hefur leitast við að eiga uppbyggileg samskipti við fyrirtæki á vinnumarkaði með hagsmuni starfsmannanna að leiðarljósi. Í þessu tilviki verður ekki hjá því komist að upplýsa um stöðu málsins með þessum hætti, þar sem ná þarf til allra aðila er málið varðar. VR vill hvetja starfsmenn Bauhaus sem hafa fengið kröfu um endurgreiðslu vegna ofgreiddra launa eða orðið varir við að dregið hafi verið af launum þeirra til þess að hafa samband við kjarasvið félagsins í síma 510 1700 eða með því að senda erindi til vr@vr.is,“ segir í frétt VR um málið. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Bauhaus hefur á síðustu vikum sent fjölmörgum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum sínum kröfu frá fyrirtækinu um endurgreiðslu á ofgreiddum launum. Um er að ræða launagreiðslu frá því í apríl, maí, júní og júlí árið 2012. Nokkrir starfsmannanna leituðu til stéttarfélags síns, VR, til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið ætti endurkröfu á þá. Greint er frá þessu á heimasíðu VR í dag. Samkvæmt meginreglu vinnuréttar ber vinnuveitandi ábyrgð á greiðslu launa. Ofgreidd laun verða ekki endurkrafin nema um augljósa villu sé að ræða við launaútreikning sem hægt er að leiðrétta strax og varðar verulegar fjárhæðir. Þessi regla, sem hefur verið staðfest með dómum, byggir á því meginsjónarmiði að laun séu ætluð til framfærslu starfsmanns og hann megi ætla að þær greiðslur sem inntar eru af hendi séu honum til ráðstöfunar. Laun móttekin í góðri trú eru því almennt ekki endurkræf. Það er afstaða VR að þessi meginregla eigi við hvað þessi mál varðar og eru mistök við útreikning launanna því alfarið á ábyrgð Bauhaus. VR hefur þegar krafist þess skriflega að Bauhaus falli frá kröfum um endurgreiðslu launa. Fyrirtækið hefur hafnað því og líklegt verður að telja að útkljá verði í málum þessum fyrir dómstólum.Bauhaus hafnaði að afhenda lista yfir starfsmenn VR óskaði eftir því við Bauhaus að fá afhentan lista yfir þá starfsmenn fyrirtækisins sem málið varðar og eru félagsmenn í VR. Markmiðið var að upplýsa viðkomandi félagsmenn um stöðuna og benda þeim á réttindi þeirra. „Bauhaus hafnaði þessari ósk og verður að segja að sú afstaða fyrirtækisins kom á óvart. VR hefur leitast við að eiga uppbyggileg samskipti við fyrirtæki á vinnumarkaði með hagsmuni starfsmannanna að leiðarljósi. Í þessu tilviki verður ekki hjá því komist að upplýsa um stöðu málsins með þessum hætti, þar sem ná þarf til allra aðila er málið varðar. VR vill hvetja starfsmenn Bauhaus sem hafa fengið kröfu um endurgreiðslu vegna ofgreiddra launa eða orðið varir við að dregið hafi verið af launum þeirra til þess að hafa samband við kjarasvið félagsins í síma 510 1700 eða með því að senda erindi til vr@vr.is,“ segir í frétt VR um málið.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent