Lífið

Heimildamynd um ketti Internetsins

Gerð hefur verið heimildamynd um köttinn Lil Bub.
Gerð hefur verið heimildamynd um köttinn Lil Bub.
Kötturinn Lil Bub er einn af fjölmörgum köttum sem hlotið hafa heimsfrægð í gegnum Netið og You Tube. Hin dvergvaxni köttur er orðinn það frægur að gerð hefur verið heimildamynd um hann. Myndin ber titilinn Lil Bub and Friendz og var frumsýnd á Tribeca kvikmyndahátíðinni í apríl.

Í myndinni er saga Lil Bub og annarra netstjarna á borð við Keyboard Cat, Nyan Cat og Grumpy Cat rakin.

Ofantaldir kettir eiga það einnig sameiginlegt að vera á samningi hjá umboðsmanninum Ben Lashes, en sá er einungis með netstjörnur á sínum snærum.

Kötturinn og ryksugan

Þetta myndband birtist fyrst á You Tube í sumar og hefur hlotið töluvert áhorf síðan þá. Kötturinn er alls óhræddur við ryksuguna, ólíkt mörgum öðrum köttum.

Maru og kassarnir

Það kannast nú orðið flestir við japanska köttinn Maru. Sá hefur mikið dálæti á kössum og er eigandi hans duglegur við að festa leik kattarins á filmu.

Mislukkað stökk

Þetta myndband birtist fyrst síðasta sumar. Um tíu milljón manns hefur horft á myndbandið síðan þá og skemmt sér yfir óförum greyið kattarins.

Ó. Emm. Gjé. Kötturinn

Þetta myndband birtist fyrst árið 2010 en nýtur enn töluverðra vinsælda. Mannfólkið skemmtir sér yfir viðbrögðum kattarins, sem gætu talist nokkuð mannleg.

Dramatíski kötturinn

Tæp 28 milljónir manna hafa horft á þetta myndband frá því það birtist fyrst árið 2008.

Krúttlegur kettlingur

Myndbandið af þessum litla kettlingi er eitt það vinsælasta á netinu. Horft hefur verið á myndbandið oftar en 71 milljón sinnum frá því það birtist fyrst á You Tube í lok ársins 2009. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.