Flest tilvika þar sem bláskjár dauðans koma upp í iPhone 5S er í tengslum við iWork appið sem fylgir öllum nýjum tækjum frá Apple sem hafa iOS stýrikerfi.
Í myndbandinu hér að neðan má sjá þegar notandi iPhone 5S verður fyrir því að bláskjár dauðans birtist og síminn endurræsir sig. Nýverið gaf Apple út nýja útgáfu af iOS 7 stýrikerfinu til að leysa vandamál sem komu upp í nýja stýrikerfinu. Svo virðist sem að nýjasta uppfærslan komi ekki í veg fyrir bláskjá dauðans. Forsvarsmenn Apple segir að unnið sé að lausn málsins.