Lífið

Bleikur er liturinn í dag

Marín Manda skrifar
Eiríksína í bleika eldhúsinu sínu.
Eiríksína í bleika eldhúsinu sínu.
Bleikur er litur alheimskærleika. Liturinn er jafnan notaður til að tákna fegurð, vernd og friðsæld.

Nú er bleikur október genginn í garð. Bleika slaufan er til sölu og bleik uppboð eru í gangi á hverjum degi. Lífið ákvað að hylla bleika litinn því svo margt í kringum okkur tengir okkur við bleikt, hvort sem það eru bílar, heimili, föt, hár, varalitir eða jafnvel kettir.



Bleikt Eldhús

Eiríksína Ásgrímsdóttir, bókmenntafræðingur og bóhem.

"Ég fékk poka af slæðum þegar tengdamamma lést og ákvað að gera listaverk úr slæðunum. Það var því eiginlega tengdamamma mín sem réði litnum á eldhúsinu.“

Bleikt Hús

Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona.

„Húsið var bleikt þegar við keyptum það. Við Alisdair ákváðum að halda litnum, enda er alltaf talað um húsið okkar sem bleika húsið í dalnum.“



Bleikur sendibíll

Sigurþór Sigurþórsson verktaki.

„Ég ákvað að nota bílinn í gott málefni. Sissarnir ehf. ætla því að gefa 500 kr. af hverjum seldum klukkutíma til Bleiku slaufunnar.“ Hægt er að finna þjónustuna undir Bleiki bíllinn á Facebook.



Mynd/Rúnar Gunnarsson
Bleikur köttur

Birta er eini kötturinn á landinu sem er Rauða kross-kisa en barnabókin Birta brött og bleik fjallar um kisuna Birtu.



Bleikt dress

Íris Björk ljósmyndari.

„Fyrir utan svart og hvítt fara sterkir og bjartir litir mér best. Bleikur er skemmtilegur litur. Skyrtuna fékk ég í Spúútnik á Laugarveginum og pilsið í Rokit Vintage í London.“



Bleikt hár

Auður Eir Sigurðardóttir, á málabraut í Borgarholtsskóla.

„Ég fór á stofu og var áður með blátt hár en fannst bleiki liturinn svo fallegur að ég ákvað að prófa. Hann lífgaði mikið upp á útlit mitt.“



Bleik málverk

Sara og Svanhildur Vilbergsdætur listakonur, duosisters.com.

„Það er einhver tíðni í bleika litnum sem gerir sjóntaugarnar í okkur svo glaðar og kátar. Ef við mættum ráða væru Mexíkó-ættaðir litir á húsum og híbýlum hérlendis.“



Bleika Gugga

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir stjórnmálafræðingur.

„Ég tel að hrifningu mína á bleika litnum megi rekja til þess að liturinn er hressandi gleðilitur og litur kvenleikans. Ég er litblind en bleika liti sé ég hins vegar alltaf.“



Bleik herraskyrta

Garðar Gunnlaugsson fótboltamaður.

„Mér finnst bleikur vera æðislegur litur, ég á meira að segja bleikar buxur. Samkvæmt einhverjum fræðingum táknar bleiki liturinn samúð, umönnun og ást.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.