Tre Holloway segir að ástarsamband sitt með Cheryl Cole hafi farið í hundana þegar honum leið eins og hann væri að tapa sjálfum sér.
Cole, fyrrum söngkona Girls Aloud, tilkynnti fyrr í vikunni að þau væru hætt saman eftir fjórtán mánaða samband. Þetta kemur fram á vefsíðu Daily Star.
Hinn 28 ára Tre hefur nú tjáð sig um sambandsslitin á Twitter: "Stundum gefur lífið okkur tvo valmöguleika, gegn okkar vilja: Annað hvort taparðu sjálfum þér eða einhverjum öðrum."
Tre þótti Cole of stjórnsöm. Sem dæmi um það lét hún hann blása á sér hárið.
Hann bætti við: "Sama hverjar kringumstæðurnar eru, ekki missa sjónar á sjálfum þér."
Fannst Cheryl Cole of stjórnsöm
