Lífið

Fyrsta leikna mynd Elsu Maríu

Elsa María Jakobsdóttir frumsýnir fyrstu leiknu myndina sína á kvikmyndahátíðinni RIFF í dag.
Elsa María Jakobsdóttir frumsýnir fyrstu leiknu myndina sína á kvikmyndahátíðinni RIFF í dag. MYND/þORBJÖRN iNGASON
„Þetta er pínulítil stuttmynd sem var undirbúin í algjöru brjálæði á fjórum dögum. Tökurnar tóku tvo daga og myndin kostaði ekki krónu,“ segir sjónvarps- og kvikmyndagerðarkonan Elsa María Jakobsdóttir um heimildarmyndina Megaphone. Myndin, sem er leikin heimildarmynd, verður frumsýnd á RIFF í dag.



Megaphone er fyrsta leikna myndin sem Elsa leikstýrir og fóru tökur fram í október á síðasta ári. Með aðalhlutverk fara Salóme Rannveig Gunnarsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson. Einnig fer leikarinn Damon Younger með aukahlutverk í myndinni.



Spurð út í myndina, segir Elsa að hún sé Reykjavíkursaga og svefnherbergisdrama sem fjallar um einnar nætur gaman sem fer inn á grátt svæði þar sem tveir aðilar eiga ólíkar upplifanir. Þetta er saga sem ég veit að margar konur og karlar, sem hafa séð myndina, tengja við á óþægilegan og ónotalegan hátt. „Ég hef mikinn áhuga á að segja sögur kvenna og þá sérstaklega frá þeirra upplifunum af kynlífi,“ útskýrir hún.



Stillur úr myndinni
Kvikmyndatökumaðurinn Árni Filippusson, sem tók meðal annars upp íslensku þættina Fangavaktina, sá um tökur og segir Elsa að það hafi verið nauðsynlegt að hafa einhvern reyndan með á setti. „Ég vildi vinna með Árna og fá hann til þess að skjóta myndina. Hlutirnir æxluðust svo þannig að Árni lét mig vita að hann væri tilbúinn í tökur og við byrjuðum fjórum dögum síðar.

Þetta gekk eins og í sögu og lítið mál var að manna myndina, enda vilja allir vinna með rokkstjörnu eins og Árna,“ segir Elsa María og hlær.



Megaphone hefur fengið frábærar viðtökur og hefur hún verið valin til sýninga á International Film Festival í Helskinki og á Uppsala International Short Film Festival. „Það er rosalegur heiður að mynd sem tók svona stuttan tíma í vinnslu, komist að á jafn virtum hátíðum og þessar tvær eru,“ segir Elsa að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.