Handbolti

Fannar, Arnór og Ólafur allir í sigurliði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Gústafsson.
Ólafur Gústafsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts

Íslendingaliðin Flensburg-Handewitt og HSG Wetzlar unnu leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. HSG Wetzlar vann þriggja marka sigur á TuS N-Lübbecke en Flensburg fór létt með TSV GWD Minden.

Ólafur Gústafsson skoraði þrjú mörk og Arnór Atlason var með eitt mark í 11 marka sigri SG Flensburg-Handewitt á Minden, 30-19. Flensburg var 18-11 yfir í hálfleik. Ólafur skoraði öll mörkin sín á síðustu tólf mínútum leiksins.

Flensburg-Handewitt komst upp fyrir Rhein-Neckar Löwen og í 2. sæti deildarinnar með þessum sigri en liðin eru með jafnmörg stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Fannar Friðgeirsson skoraði þrjú mörk þegar HSG Wetzlar vann 31-28 heimasigur á TuS N-Lübbecke. Fannar skoraði tvö marka sinna af vítalínunni en hann fékk að taka tvö síðustu víti liðsins eftir að liðsfélagar hans hafði aðeins tekist að nýta 3 af fyrstu 8 vítum sínum í leiknum.     

HSG Wetzlar er í 7. sæti deildarinnar og á ekki möguleika á að hækka sig í tveimur síðustu umferðum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×