Viðskipti innlent

Íslensk tæknifyrirtæki kynna nýjungar í sjávarútvegi

Tugur íslenskra tæknifyrirtækja sem hanna og smíða tæki fyrir sjávarútveginn munu kynna nýjungar sínar í dag.

Um er að ræða sýningu sem haldin verður í Húsi sjávarklasans við Grandagarð síðdegis og mun Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands setja sýninguna með ávarpi klukkan 3.

Í tilkynningu um málið segir að tækninýjungar þær sem hin íslensku fyrirtæki kynna eigi það sammerkt að vera mun umhverfisvænni en sambærileg tæki sem standa til boða á alþjóðamarkaði.

Hér er m.a. um að ræða stýranlega toghlera, þá fyrstu sinnar tegundar en stýring þeirra þýðir aukna vernd fyrir lífríki hafsbotnsins,

Einnig verður kynnt kælitækni sem er umhverfisvæn og bætir gæði og geymsluþol afurða. Þá verða á sýningunni rafknúnar togvindur sem leysa af hólmi glussatogvindur og hreinsitækni sem byggir að öllu leiti á umhverfisvænum hreinsiefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×