Lífið

Katy Perry nýr velgjörðarráðherra UNICEF

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Katy Perry er nýr velgjörðarráðherra UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún bætist þar með í hóp fólks á borð við David Beckham, Harry Belafonte, Orlando Bloom, Jackie Chan, Miu Farrow, Liam Neeson, Leo Messi og Susan Sarandon. 

Katy heimsótti Madagascar fyrr á árinu en það er ein fátækasta þjóð heims.
Sem velgjörðarráðherra mun Katy vekja máls á mannréttindum barna um heim allan og fær ungt fólk til að tala um þau málefni sem þeim finnst mikilvæg.

"Ég trúi að ungt fólki hafi kraft til að breyta lífi sínu með okkar hjálp. Það er mikill heiður fyrir mig að vera velgjörðarráðherra UNICEF og ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa börnum og unglingum sem koma frá mismunandi stöðum en vilja sama hlutinn: bjartari framtíð," segir Katy.

Katy vill láta gott af sér leiða.
Katy er átrúnaðargoð margra ungmenna en hún er með rúmlega 47 milljónir fylgjenda á Twitter og 59 milljónir aðdáenda á Facebook.

Katy nær vel til ungs fólks.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.