Handbolti

Rúnar og félagar fengu skell

Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason og félagar í Hannover-Burgdorf steinlágu, 34-26, gegn Hamburg í þýska handboltanum í kvöld.

Rúnar skoraði fjögur mörk fyrir Hannover en það dugði ekki til. Króatinn Domagoj Duvnjak skoraði sjö mörk fyrir Hamburg.

Hannover er þrátt fyrir tapið í sjöunda sæti deildarinnar en það hefur komið skemmtilega á óvart í vetur.

Heimir Óli Heimisson skoraði tvö mörk fyrir Guif í sænska handboltanum er liðið tapaði gegn Lugi, 30-23. Kristján Andrésson þjálfar lið Guif og Aron Rafn Eðvarðsson stendur í marki liðsins.

Guif er í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×