Lífið

Trommarar sameinast í dag

Halldór Lárusson trommari lofar mikilli gleði á hinni árlegu hátíð Trommaranum.
Halldór Lárusson trommari lofar mikilli gleði á hinni árlegu hátíð Trommaranum.
Trommarinn 2013 verður haldinn í hátíðarsalur FÍH við Rauðagerði 27 í dag. Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn fer fram.

Margir þekktir trommuleikara koma fram á Trommaranum í ár. Þeirra á meðal er goðsögnin Sigurður Karlsson, sem mun meðal annars flytja lög hljómsveitarinnar Genesis.

Hljóðfæraverslanir landsins ætla kynna vörur og búnað sem tengist trommuleik, ásamt því ætla starfsmenn verslananna að fræða almenning um allt sem tengist trommuheiminum.

Aðgangur á hátíðina er ókeypis en hún fer fram frá klukkan 13.00 til 18.00. Nánari upplýsingar má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.