Ágúst: Valur og Fram fara í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2013 06:00 Einhver þessara fyrirliða mun lyfta bikarnum á morgun. Frá vinstri; Arndís María Erlingsdóttir, Gróttu, Birna Berg Haraldsdóttir, Fram, Hrafnhildur Skúladóttir, Val, og Ester Óskarsdóttir, ÍBV. Fréttablaðið/Pjetur Bikarúrslitahelgi HSÍ heldur áfram í dag og nú er komið að konunum, en undanúrslit karla fóru fram í gær. Bestu lið landsins í kvennaflokki, Valur og Fram, mætast ekki í undanúrslitum og er því eðlilega spáð að þau komist í úrslit. Fréttablaðið fékk Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfara kvenna, til þess að spá í spilin fyrir leiki dagsins. „Það væri mjög óeðlilegt að spá öðru ef menn skoða töfluna. Þetta eru tvö bestu lið landsins og hafa haft yfirburði á önnur lið undanfarin ár," segir Ágúst en hann reiknar engu að síður með nokkuð spennandi leikjum. „Ef við skoðum Val á móti ÍBV þá er ÍBV alls ekki með slakt byrjunarlið. Það er mjög gott. Ester Óskarsdóttir er komin aftur inn og Guðbjörg Guðmannsdóttir er þarna líka. Svo er Florentina í markinu og Simone á miðjunni þannig að þetta er sterkt lið," segir Ágúst en hvað með Valsstúlkur? „Það er mikil reynsla og mikil sigurhefð aftur á móti í Valsliðinu. Þær hafa spilað frábærlega síðustu fjögur ár og vart stigið feilspor. Þetta lið hefur sýnt mikinn stöðugleika. Liðið hefur misst út leikmenn í vetur en samt haldið gæðunum í leik sínum. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim að halda velli miðað við þau áföll sem hafa dunið á liðinu. Það er mikill karakter í þessu Valsliði og ég held að þetta geti orðið hörkuleikur en grunar að sigurhefðin og reynslan í Valsliðinu fleyti liðinu í úrslit." Grótta er aðeins í sjöunda sæti N1-deildar kvenna en Ágúst gerir ekki ráð fyrir að Fram valti yfir liðið. „Fram er eðlilega sterkara lið en Grótta hefur verið á uppleið og leikið betur eftir áramót. Íris Símonardóttir hefur komið inn í leiki og varið vel. Hún spilar væntanlega þennan leik og hún gæti strítt Fram-liðinu. Hún lék með þeim og þekkir þær vel. Það gæti því verið smá von fyrir Gróttuna. Þegar allt er tekið saman hef ég trú á að Fram klári dæmið. Ég held samt að það verði ekki auðvelt og að þetta verði hörkuleikur." Úrslitaleikurinn verður þá á milli Vals og Fram og þar getur allt gerst að mati landsliðsþjálfarans. „Liðin eru jöfn og eru bæði orðin mjög reynd. Það er kannski örlítið meiri breidd hjá Fram en að sama skapi er Valur með valinn mann í hverju rúmi. Valsliðið spilar líka gríðarlega sterka vörn og svo er liðið með Jenný í markinu, en hún er okkar besti markvörður. Hún hefur oft fleytt þessu liði langt. Þessi lið spila ekki mjög líkan handbolta en eru samt í svipuðum gæðaflokki. Bæði lið vel þjálfuð og skipulögð," segir Ágúst en leikir þessara liða eru oftar en ekki hörkuleikir. „Þau þekkjast mjög vel og ekkert hægt að koma á óvart þannig séð. Ég held að hið klassíska dagsform komi til með að ráða úrslitum í þessum leik. Þetta verður hörkuleikur og það kæmi mér ekki á óvart ef hann yrði framlengdur." Fótbolti Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
Bikarúrslitahelgi HSÍ heldur áfram í dag og nú er komið að konunum, en undanúrslit karla fóru fram í gær. Bestu lið landsins í kvennaflokki, Valur og Fram, mætast ekki í undanúrslitum og er því eðlilega spáð að þau komist í úrslit. Fréttablaðið fékk Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfara kvenna, til þess að spá í spilin fyrir leiki dagsins. „Það væri mjög óeðlilegt að spá öðru ef menn skoða töfluna. Þetta eru tvö bestu lið landsins og hafa haft yfirburði á önnur lið undanfarin ár," segir Ágúst en hann reiknar engu að síður með nokkuð spennandi leikjum. „Ef við skoðum Val á móti ÍBV þá er ÍBV alls ekki með slakt byrjunarlið. Það er mjög gott. Ester Óskarsdóttir er komin aftur inn og Guðbjörg Guðmannsdóttir er þarna líka. Svo er Florentina í markinu og Simone á miðjunni þannig að þetta er sterkt lið," segir Ágúst en hvað með Valsstúlkur? „Það er mikil reynsla og mikil sigurhefð aftur á móti í Valsliðinu. Þær hafa spilað frábærlega síðustu fjögur ár og vart stigið feilspor. Þetta lið hefur sýnt mikinn stöðugleika. Liðið hefur misst út leikmenn í vetur en samt haldið gæðunum í leik sínum. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim að halda velli miðað við þau áföll sem hafa dunið á liðinu. Það er mikill karakter í þessu Valsliði og ég held að þetta geti orðið hörkuleikur en grunar að sigurhefðin og reynslan í Valsliðinu fleyti liðinu í úrslit." Grótta er aðeins í sjöunda sæti N1-deildar kvenna en Ágúst gerir ekki ráð fyrir að Fram valti yfir liðið. „Fram er eðlilega sterkara lið en Grótta hefur verið á uppleið og leikið betur eftir áramót. Íris Símonardóttir hefur komið inn í leiki og varið vel. Hún spilar væntanlega þennan leik og hún gæti strítt Fram-liðinu. Hún lék með þeim og þekkir þær vel. Það gæti því verið smá von fyrir Gróttuna. Þegar allt er tekið saman hef ég trú á að Fram klári dæmið. Ég held samt að það verði ekki auðvelt og að þetta verði hörkuleikur." Úrslitaleikurinn verður þá á milli Vals og Fram og þar getur allt gerst að mati landsliðsþjálfarans. „Liðin eru jöfn og eru bæði orðin mjög reynd. Það er kannski örlítið meiri breidd hjá Fram en að sama skapi er Valur með valinn mann í hverju rúmi. Valsliðið spilar líka gríðarlega sterka vörn og svo er liðið með Jenný í markinu, en hún er okkar besti markvörður. Hún hefur oft fleytt þessu liði langt. Þessi lið spila ekki mjög líkan handbolta en eru samt í svipuðum gæðaflokki. Bæði lið vel þjálfuð og skipulögð," segir Ágúst en leikir þessara liða eru oftar en ekki hörkuleikir. „Þau þekkjast mjög vel og ekkert hægt að koma á óvart þannig séð. Ég held að hið klassíska dagsform komi til með að ráða úrslitum í þessum leik. Þetta verður hörkuleikur og það kæmi mér ekki á óvart ef hann yrði framlengdur."
Fótbolti Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira