Lífið

Diskóið tekur öll völd

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Friðrik Ómar Hjörleifsson ásamt söngvurunum sem koma fram á heiðurstónleikum Bee Gees.
Friðrik Ómar Hjörleifsson ásamt söngvurunum sem koma fram á heiðurstónleikum Bee Gees. MYND/GASSI
Bee Gees-heiðurstónleikar fara fram í Háskólabíói í kvöld, í tilefni 35 ára frumsýningarafmælis myndarinnar hér á landi í ár. Þar munu landsþekktir tónlistarmenn flytja öll þekktustu lög Bee Gees. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður skipuleggur tónleikana.

„Við förum í gegnum sögu Bee Gees, ekki bara diskóið heldur líka gamla efnið. Bandið er 55 ára í ár en Barry Gibb, eini meðlimur hljómsveitarinnar sem enn er á lífi, er enn þá að túra,“ segir Friðrik Ómar.

Mikið er lagt í tónleikana og hafa listamennirnir æft stíft fyrir þá. Þeir munu þó ekki klæðast diskógöllum eða stíga diskódans á meðan þeir syngja.

„Við verðum mest við sjálf. Við verðum samt með tvo dansara, annar þeirra er eins og spænskur John Travolta. Hann er algjör sykurpúði og gefur John Travolta ekkert eftir.“

Þegar Saturday Night Fever var frumsýnd hér á landi árið 1978, tók við mikið diskóæði en talið er að um 50-70 þúsund manns hafi séð kvikmyndina í bíó, sem var um fjórðungur þjóðarinnar á þeim tíma.

Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói í kvöld og í Hofi á Akureyri þann 26. október. Hægt er að kaupa miða á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.