Kvartanir KR-inga hlægilegar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2013 06:30 Shannon McCallum í leik með KR.fréttablaðið/stefán Í kvöld fer fram annar leikur KR og deildarmeistara Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Keflavík er með 1-0 forystu eftir sigur á heimavelli um helgina en leikurinn fer fram í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. „Við dvöldum ekki lengi við þetta tap,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Þetta var bara fyrsti leikurinn. Við ætlum að vinna okkar leiki á heimavelli og taka svo einn í Keflavík.“ Eftir leik á laugardaginn kvartaði Finnur Freyr undan Keflvíkingum og sakaði þá um að hafa spilað of hart á Shannon McCallum, helstu stjörnu KR-liðsins. „Hún var hökkuð í spað og henni var ýtt og haldið frá boltanum allan leikinn. Það var samt ekki ein einasta villa dæmd á það,“ sagði Finnur við Vísi eftir leik. Hann sagði svo í gær að þetta hefði ekki verið neitt nýtt. „Þetta hafa liðin gert síðustu mánuði eða tvo. Þau hafa komist upp með að spila fullfast á hana miðað við aðra leikmenn í deildinni,“ sagði Finnur. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, gaf lítið fyrir þessar ásakanir. „Það er bara hlægilegt,“ sagði Sigurður sem var vitanlega ánægður með sigurinn, þó svo að það sé ávallt hægt að gera betur. „Við getum spilað betur, sérstaklega miðað við sóknarleik okkar í fyrri hálfleik. Fráköst og tapaðir boltar hafa líka verið að stríða okkur og við getum bætt okkur þar líka.“ Finnur segir vandamál KR-inga vera fyrst og fremst í hugarfarinu. „Við þurfum að halda haus betur en við gerðum síðast. Þá vorum við í séns í 28 mínútur en misstum þá hausinn og komumst ekki til baka. Keflavík er með gríðarlega vel mannað lið en ég hef fulla trú á sigri,“ sagði Finnur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Í kvöld fer fram annar leikur KR og deildarmeistara Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Keflavík er með 1-0 forystu eftir sigur á heimavelli um helgina en leikurinn fer fram í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. „Við dvöldum ekki lengi við þetta tap,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Þetta var bara fyrsti leikurinn. Við ætlum að vinna okkar leiki á heimavelli og taka svo einn í Keflavík.“ Eftir leik á laugardaginn kvartaði Finnur Freyr undan Keflvíkingum og sakaði þá um að hafa spilað of hart á Shannon McCallum, helstu stjörnu KR-liðsins. „Hún var hökkuð í spað og henni var ýtt og haldið frá boltanum allan leikinn. Það var samt ekki ein einasta villa dæmd á það,“ sagði Finnur við Vísi eftir leik. Hann sagði svo í gær að þetta hefði ekki verið neitt nýtt. „Þetta hafa liðin gert síðustu mánuði eða tvo. Þau hafa komist upp með að spila fullfast á hana miðað við aðra leikmenn í deildinni,“ sagði Finnur. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, gaf lítið fyrir þessar ásakanir. „Það er bara hlægilegt,“ sagði Sigurður sem var vitanlega ánægður með sigurinn, þó svo að það sé ávallt hægt að gera betur. „Við getum spilað betur, sérstaklega miðað við sóknarleik okkar í fyrri hálfleik. Fráköst og tapaðir boltar hafa líka verið að stríða okkur og við getum bætt okkur þar líka.“ Finnur segir vandamál KR-inga vera fyrst og fremst í hugarfarinu. „Við þurfum að halda haus betur en við gerðum síðast. Þá vorum við í séns í 28 mínútur en misstum þá hausinn og komumst ekki til baka. Keflavík er með gríðarlega vel mannað lið en ég hef fulla trú á sigri,“ sagði Finnur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira