Viðskipti innlent

Ekki hægt að standa undir afborgunum lánanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Það er Seðlabankinn sem gefur út ritið.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Það er Seðlabankinn sem gefur út ritið. Mynd/ GVA.
Afgangur af viðskiptajöfnuði nægir ekki til að standa undir afborgunum af erlendum lánum þjóðarbúsins. Endurfjármögnun hluta lánanna er því forsenda stöðugs gengis, segir í sérriti Seðlabanka Íslands sem ber titilinn Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður.

Í ritinu kemur fram að hrein erlend staða án innlánsstofnana í slitameðferð og án Actavis en með niðurstöðu úr uppgjörum innlánsstofnana í slitameðferð og nokkurra annarra stórra félaga í slitameðferð, í lok árs 2012, sé neikvæð um 60% af landsframleiðslu. Nokkur óvissa er um þessa stærð en talið líklegt að hún verði á bilinu -80% til -35%.

Í ritinu kemur fram að á þensluárunum fyrir fall stóru bankanna hafi erlend staða versnað ár frá ári enda viðskiptajöfnuður oft mjög neikvæður. Við bankahrunið hafi erlend skuldastaða landsins tekið stökk til hins verra, þegar virði erlendra eigna rýrnaði og erlendar skuldir fallinna fjármálafyrirtækja stóðu eftir að fullu.

Hér má lesa ritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×