Skaut sitt fyrsta hreindýr í haust Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Margrét Guðmundsdóttir segir að viðskiptafræðin hafi alltaf hafa heillað hana. Fréttablaðið/Vilhelm Margrét Guðmundsdóttir hefur verið forstjóri Icepharma í átta ár og er stjórnarformaður N1. Fyrirtækið Icepharma flytur inn lyf og vörur fyrir heilbrigðiskerfið. „Við erum einnig umboðsaðili Nike á Íslandi og við teljum okkur vera lýðheilsufyrirtæki,“ segir Margrét. Hún er viðskiptafræðingur og er gift Lúðvíg Lárussyni sálfræðingi og saman eiga þau tvö börn; eina dóttur, sem einnig er viðskiptafræðingur og son, sem er verkfræðingur og býr í Kaupmannahöfn. Hún á einnig eitt lítið barnabarn. Í fjölskyldu hennar eru margir viðskiptafræðimenntaðir. „Dóttir mín er viðskiptafræðingur og bæði tengdabörnin eru viðskiptafræðingar. Sonurinn er verkfræðingur svo það bætir þetta aðeins. Eiginmaðurinn er svo sálfræðingur og hann hjálpar okkur öllum í gegnum þetta,“ segir Margrét hlæjandi. Spurð hvort viðskiptafræðin hafi alltaf heillað segir hún: „Faðir minn rak fyrirtæki. Ég fór í Versló og svo beint þaðan í viðskiptafræðina hérna heima. Það var aldrei nein spurning hjá mér og mér fannst alveg ótrúlega heillandi að vera innan þessa geira.“ Stærsta áhugamál Margrétar er skógrækt. „Ég er skógarbóndi og rækta skóg vestur á Snæfellsnesi. Nánar tiltekið á Skógarströnd. Þetta er stór jörð og þar er fjölskyldan í þessari ræktun.“ Hún braut svo blað í eigin sögu og fór á hreindýraveiðar í haust. „Þannig að ég er búin að ná mínu fyrsta hreindýri og það fannst mér mikið afrek.“ Margrét hefur mikla reynslu af olíubransanum og vann í honum í fimmtán ár. „Ég var búin að vinna í olíubransanum í fimmtán ár eftir að ég tók mastersgráðuna í Kaupmannahöfn. Ég var framkvæmdastjóri hjá Q8 í Kaupmannahöfn í níu ár og var síðan framkvæmdastjóri hjá Skeljungi í níu ár. Það skýrir hvers vegna ég er stjórnarformaður N1. Ég ætlaði aldrei að fara á þessa braut, en þetta er búið að vera ótrúlega spennandi og það er mjög gaman að koma til baka sem stjórnarformaður N1,“ segir Margrét. Margrét hefur tekið þátt í samráðsvettvangi fyrir framtíð Íslands, sem upp kom í kjölfar McKinsey-skýrslunnar um íslenskt atvinnulíf og hvað þyrfti að gera til að auka samkeppnishæfi Íslands. Hún var formaður Félags atvinnurekenda í fjögur ár og er búin að vera forseti Evrópusamtaka dreifingarfyrirtækja hjúkrunarvara og tækja í tvö ár og er enn í stjórn þeirra samtaka.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda:Margrét er afskaplega traust og þægileg í samstarfi. Hún er mjög hlý manneskja og á sérlega auðvelt með að skapa jákvætt, skemmtilegt og þægilegt andrúmsloft í kringum sig. Hún er árangursdrifin og veit hvert hún vill fara. Hún treystir samstarfsfólki sínu vel og leggur mikið upp úr sjálfstæði og frumkvæði.“Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri Icepharma:„Margrét er farsæll stjórnandi. Hún býr yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum og leggur áherslu á að láta samstarfsfólk sitt njóta sín. Hún er óhrædd við breytingar og leggur mikla áherslu á að setja stefnuna og hvetja fólk til dáða. Ef ég ætti að lýsa Margréti með bara einu orði, myndi ég segja að hún væri skemmtileg. Utan viðskiptalífsins á Margrét sér skemmtilega hressandi áhugamál sem lýsa karakternum vel. Hún er skógræktarbóndi og býflugnaræktandi og veiddi fyrsta hreindýrið sitt í haust. Ég þori ekki að veðja á hvað kemur næst, mögulega munstrar hún sig á hvalveiðibát fyrir næsta tímabil.” Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Sjá meira
Margrét Guðmundsdóttir hefur verið forstjóri Icepharma í átta ár og er stjórnarformaður N1. Fyrirtækið Icepharma flytur inn lyf og vörur fyrir heilbrigðiskerfið. „Við erum einnig umboðsaðili Nike á Íslandi og við teljum okkur vera lýðheilsufyrirtæki,“ segir Margrét. Hún er viðskiptafræðingur og er gift Lúðvíg Lárussyni sálfræðingi og saman eiga þau tvö börn; eina dóttur, sem einnig er viðskiptafræðingur og son, sem er verkfræðingur og býr í Kaupmannahöfn. Hún á einnig eitt lítið barnabarn. Í fjölskyldu hennar eru margir viðskiptafræðimenntaðir. „Dóttir mín er viðskiptafræðingur og bæði tengdabörnin eru viðskiptafræðingar. Sonurinn er verkfræðingur svo það bætir þetta aðeins. Eiginmaðurinn er svo sálfræðingur og hann hjálpar okkur öllum í gegnum þetta,“ segir Margrét hlæjandi. Spurð hvort viðskiptafræðin hafi alltaf heillað segir hún: „Faðir minn rak fyrirtæki. Ég fór í Versló og svo beint þaðan í viðskiptafræðina hérna heima. Það var aldrei nein spurning hjá mér og mér fannst alveg ótrúlega heillandi að vera innan þessa geira.“ Stærsta áhugamál Margrétar er skógrækt. „Ég er skógarbóndi og rækta skóg vestur á Snæfellsnesi. Nánar tiltekið á Skógarströnd. Þetta er stór jörð og þar er fjölskyldan í þessari ræktun.“ Hún braut svo blað í eigin sögu og fór á hreindýraveiðar í haust. „Þannig að ég er búin að ná mínu fyrsta hreindýri og það fannst mér mikið afrek.“ Margrét hefur mikla reynslu af olíubransanum og vann í honum í fimmtán ár. „Ég var búin að vinna í olíubransanum í fimmtán ár eftir að ég tók mastersgráðuna í Kaupmannahöfn. Ég var framkvæmdastjóri hjá Q8 í Kaupmannahöfn í níu ár og var síðan framkvæmdastjóri hjá Skeljungi í níu ár. Það skýrir hvers vegna ég er stjórnarformaður N1. Ég ætlaði aldrei að fara á þessa braut, en þetta er búið að vera ótrúlega spennandi og það er mjög gaman að koma til baka sem stjórnarformaður N1,“ segir Margrét. Margrét hefur tekið þátt í samráðsvettvangi fyrir framtíð Íslands, sem upp kom í kjölfar McKinsey-skýrslunnar um íslenskt atvinnulíf og hvað þyrfti að gera til að auka samkeppnishæfi Íslands. Hún var formaður Félags atvinnurekenda í fjögur ár og er búin að vera forseti Evrópusamtaka dreifingarfyrirtækja hjúkrunarvara og tækja í tvö ár og er enn í stjórn þeirra samtaka.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda:Margrét er afskaplega traust og þægileg í samstarfi. Hún er mjög hlý manneskja og á sérlega auðvelt með að skapa jákvætt, skemmtilegt og þægilegt andrúmsloft í kringum sig. Hún er árangursdrifin og veit hvert hún vill fara. Hún treystir samstarfsfólki sínu vel og leggur mikið upp úr sjálfstæði og frumkvæði.“Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri Icepharma:„Margrét er farsæll stjórnandi. Hún býr yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum og leggur áherslu á að láta samstarfsfólk sitt njóta sín. Hún er óhrædd við breytingar og leggur mikla áherslu á að setja stefnuna og hvetja fólk til dáða. Ef ég ætti að lýsa Margréti með bara einu orði, myndi ég segja að hún væri skemmtileg. Utan viðskiptalífsins á Margrét sér skemmtilega hressandi áhugamál sem lýsa karakternum vel. Hún er skógræktarbóndi og býflugnaræktandi og veiddi fyrsta hreindýrið sitt í haust. Ég þori ekki að veðja á hvað kemur næst, mögulega munstrar hún sig á hvalveiðibát fyrir næsta tímabil.”
Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Sjá meira