Viðskipti innlent

Sigurður, Hreiðar Már og Ingólfur ákærðir í nýju máli

Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og fleiri yfirmenn og starfsmenn Kaupþings hafa allir verið ákærðir í nýju markaðsmisnotkunarmáli sem á að hafa komið upp rétt fyrir hrun. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins í kvöld.

Þar segir að ákæran sé um 30 til 40 blaðsíðu að lengt og í nokkrum liðum og er það mismunandi hverjir eru ákærðir í hverjum lið hennar. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más, staðfesti í samtali við Vísi í dag að hann hefði móttekið ákæru fyrir hönd skjólstæðings síns. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarsson, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísi náði tali af honum í dag.

Sérstakur saksóknari hefur þegar gefið út ákæru á hendur öllum helstu stjórnendum Kaupþings í svokölluðu al-Thani máli. Það er að segja þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni, Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra bankans í Lúxemborg, og Ólafi Ólafssyni, einum stærsta eiganda bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×