Viðskipti innlent

Fá svör í skýrslu sérfræðingahópsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fasteignir á besta stað í Reykjavíkurborg.
Fasteignir á besta stað í Reykjavíkurborg. Mynd/ Vilhelm.
Greining Arion banka segir að skýrsla starfshóps um framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs, sem var birt á þriðjudag, svari litlu um hvernig lagfæra skuli vanda Íbúðalánasjóðs, sem er helst uppgreiðsluáhætta, útlánaáhætta og rekstraráhætta. Það hafi þó verið hlutverk hópsins að gera tillögur með það að markmiði að rekstur sjóðsins geti staðið undir sér. Þá sárvanti meiri talnagreiningu og efnislegan rökstuðning í skýrsluna.

Hópurinn leggur til að dregið verði úr ríkisábyrgð og að Íbúðalánasjóðs verði fjármagnaður af óstofnuðum heildsölubanka sem  á að vera í eigu Íbúðalánasjóðs og annarra lánastofnana og á ekki að vera rekinn með hagnað að markmiði. Greining Arion bendir á að formaður hópsins hafi sagt að sú hugmynd teljist varla raunhæf nema stærstur hluti bankanna komi að stofnun heildsölubankans, en ekki er víst að viðskiptabankarnir hafi áhuga á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×