Viðskipti innlent

Svana Helen endurkjörinn formaður SI

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svana Helen Björnsdóttir endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins á iðnþingi í morgun. Í stjórnina voru endurkjörin þau Andri Þór Guðmundsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson. Nýr í stjórn kemur Ragnar Guðmundsson, frá Norðuráli, en úr stjórn gengur Tómas Már Sigurðsson eftir 6 ára stjórnarsetu. Fyrir í stjórn samtakanna eru Bolli Árnason, Lárus Jónsson, Sigsteinn P. Grétarsson og Vilborg Einarsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×