Viðskipti innlent

Fjármálaráðherra hvetur kröfuhafa ÍLS til að sýna sveigjanleika

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvetur kröfuhafa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til þess að vera "sveigjanlegir" í samningum, verði óskað eftir skilmálabreytingum á útistandandi skuldabréfum sjóðsins. Ráðherrann telur halla sjóðsins vera alvarlegt mál og telur að leysa þurfi vanda hans á þessu ári.

Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg fréttaveitunnar við Bjarna. „Það myndi að minnsta kosti hjálpa til ef kröfuhafarnir sýndu einhvern sveigjanleika í tilfelli Íbúðalánasjóðs ef sjóðurinn vill ræða um breytingar á skilmálum skuldabréfa sjóðsins,“ segir Bjarni.

Bjarni ítrekar að Íbúðalánasjóður nýtur ríkisábyrgðar og að engin áform séu um að afnema þá ábyrgð. Hinsvegar sé taprekstur sjóðsins alvarlegt mál.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.