Lífið

Kokkalandsliðið sló þetta líka svona í gegn

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Rabbi og Ellý
Meðfylgjandi myndir voru teknar á styrktarkvöldverði kokkalandsliðs Íslands sem fram fór á LAVA veitingahúsi Bláa Lónsins á föstudaginn var. Um var að ræða fyrsta skrefið í undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer í Lúxembúrg á næsta ári. 

Boðið var upp á metnaðarfullan keppnismatseðil þar sem íslenskt hráefni var í öndvegi. Það er kostnaðarsamt að taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum og því er nauðsynlegt fyrir liðið að eiga stuðningsaðila sem vilja leggja sitt af mörkum til að halda merki íslenskrar matreiðslu á lofti.

Á matseðlinum voru fimm vægast sagt ljúffengir réttir: Steinbítskinnar hægeldaðar í kryddjurtaolíu með jarðskokkum, stökku brauði og fáfnisgrasi. Grafinn lax og hörpuskel með skelfisksósu, spergilkáli, byggi, dilli og hrognum. Epla- og seljurótarseyði borið fram með vatnakarsa og heslihnetum. Lambahryggsvöðvi og – tunga með lambasoðsgljáa ásamt kartöflusmælki, villtum sveppum, sýrðum laukum, bakaðri gulrót og sítrónublóðbergi. Skyr frá Erpsstöðum og birki-brioche með hvítsúkkulaði, rabarbara og hnetusmjöri.

Örn Árnason leikari stjórnaði veislunni af sinni alkunnu snilld og boðið var upp á söngatriði með þeim Matta Matt og Magna Ásgeirssyni.

Facebooksíða kokkalandsliðisins.

LAVA - veitingahús Bláa Lónsins.

Hér má sjá umfjöllun Ísland í dag um styrktarkvöldverðinn.

Kokkalandsliðið: Hákon Már Örvarsson faglegur framkvæmdastjóri, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri, Bjarni Siguróli Jakobsson, Arnar Jón Ragnarsson, Axel Clausen, Þorkell Sigríðarson, Daníel Cochran, Garðar Kári Garðarsson, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson og María Shramko sem er meistari í sykurskreytingum.
Kokkalandsliðið hleypti ljósmyndaranum inn í eldhús.
Smelltu á efstu mynd í frétt til að fletta albúminu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.