Lífið

Paul McCartney dettur niður

Goðsögnin Paul McCartney féll úr fyrsta sæti breska vinsældarlistans um helgina. Nýjasta plata hans New, sem er hans sextánda sólóplata hefur fengið prýðisdóma en er komin í þriðja sætið á breska vinsældarlistanum.

McCartney sem er 71 árs gamalll, vann plötuna sína með fjórum mismunandi upptökustjórum og fer yfir víðan völl á plötunni.

Platan Tribute með breska söngvaranum John Newman er komin í fyrsta sæti listans og nýjasta plata Pearl Jam, Lightning Bolt situr í öðru sæti listans.

Á breska smáskífulistanum varð engin breyting en lagið Counting Stars með OneRepublic situr þar í efsta sætinu og situr Miley Cyrus í öðru sæti listans með lagið Wrecking Ball.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.