Handbolti

Danir í sömu stöðu og þegar þeir unnu gullið fyrir ári síðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir unnu EM í Serbíu í fyrra.
Danir unnu EM í Serbíu í fyrra. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danska handboltalandsliðið þekkir þá stöðu að mæta gestgjöfum í úrslitaleik á stórmóti. Danir mæta Spánverjum í úrslitaleik HM í handbolta á Spáni á í dag aðeins ári eftir að þeir unnu Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik á EM í Serbíu.

„Við verðum að vera tilbúnir og byrja leikinn vel. Þeir eru með áhorfendurnar með sér og það skiptir rosalega miklu máli. Við þekkjum það vel hvernig er að mæta heimaliði í úrslitaleik. Við kynntumst því í Serbíu í fyrra og höfðum ákveðna leið til að mæta því," sagði dabnski landsliðsmaðurinn René Toft Hansen við Ekstrablaðið.

Danir spiluðu fyrir framan 20 þúsund manns í Belgrad og flestir þeirra voru á bandi Serba og létu vel í sér heyra. Það var sannkallaður flautukonsert í gangi þegar Danir voru með boltann.

„Ég býst ekki við því að stemmningin verði eins og á Balkanskaganum því hér er allt önnur menning. Ég held að Spánverjarnir mun ekki ná því að setja mikla pressu á okkur," sagði René Toft Hansen sem spilar fyrir Alfreð Gíslason hjá THW Kiel.

Danir mæta Spánverjum í úrslitaleik HM klukkan 16.15 í dag og leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×